15.5.2009 | 08:14
Þetta er sorglegt
Tillaga ríkisstjórnarinnar er illa unnið plagg. Þar er ekki að finna neinar upplýsingar um væntingar eða kostnað. Upptalning á fyrirvörum er stuttur. Hvað t.d. með auðlindir sem finnast kunna á landgrunninu (hugsanlega olíu)? Hvað kostar ferlið? Hvers vegna að sækja um?
Aðild að ESB felur í sér framsal á mikilvægum hluta af sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er ekkert smámál. Kostnaðurinn við samningaviðræður er áætlaður ekki undir 800 milljónum og leggur mikla vinnu á stjórnkerfið. Á sama tíma ætti þetta stjórnkerfi að vera að bjarga þjóðinni.
En kreppan er líklega búin svo eitthvað verða embættismennirnir að dunda sér við.
Alþingi þarf líklega ekki að vera upplýst um svona smámál. Bara samþykkja og athuga hvort við fáum ekki frábæran díl fyrir sjálfstæðið. Þetta er svipað og sölumennska fyrir eiturlyf. "Prófaðu bara og sjáðu hvernig þér líkar. Þú getur alltaf hætt". Það er bara ekki satt. Hér er verið að plata þjóðina inn í árhundraða ánauð fyrir hugsanlegt skyndifix.
En víman verður e.t.v. yndisleg fyrir suma ... um stund.
Segir þingsályktunartillögu fádæma rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar er búsáhaldarbyltingin núna??? Á að láta raunveruleikafyrrta föðurlandssvikara komast upp með að selja landið eins og hóru á brunaútsölu??? Halló? Þetta fólk NENNIR EKKI að vinna vinnuna sína og vill komast undan ábyrgð með því að velta bákninu í gin Evruljónsins.
anna (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:24
Hárrétt hjá Kristni, lúpurnar sem eru búin að gefast upp og sjá ekki gullin okkar sem við eigum og mun gera okkur fremst meðal þjóða í seilingarfjarlægð, meiga ekki í aumingjaskap gefa frá okkur okkar stolt og fullveldi.
ég lýsi frat á samfylkinguna fyrir aumingjaskap.
Óskar (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:18
Segjum okkur bara úr EES, missum stærstu markaði okkar og gefum skít í alþjóðasamfélagið. Afnemum alla vinnuvernd og gerum verkafólk að þrælum á ný.
Björn Halldór Björnsson, 15.5.2009 kl. 09:48
Stolt og fullvalda þjóð tekur þátt í samstarfi með öðrum þjóðum, á meðan hrædd og vanmáttug þjóð treystir á að aðrir hjálpi sér án þess að leggja neitt til málanna. Það er ekki merki um fullveldi að loka sig úti í horni heldur heimóttaskap og heimsku -- í upphaflegum skilningi þess orðs og núverandi.
GH (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 10:00
Björn. Ég skil orð þín þannig að þú sért að gera mér upp þær fáranlegu skoðanir sem þú setur fram. Dæmigerð viðbrögð við gagnrýni á aðilda að ESB. Ómálefnaleg í alla staði.
Um mína afstöðu má lesa hér: http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/872680/
Ég vil líka benda á að vandi heimilanna felst einmitt í þeirri staðreynd að þar upplifir fólk sig hafa verið gert að þrælum nú þegar. Og að ríkisstjórnin hafi engan huga á því að lagfæra þá stöðu. Við eigum að auka markaðssókn okkar, líka út fyrir EES og vinna náið með alþjóðasamfélaginu. Standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu. Sem sjálfstæðri þjóð er okkur það vel gerlegt.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 15.5.2009 kl. 10:09
Dæmigert er að þeir sem gagnrýna aðild að ESB segi að gagnrýni á gagnrýni þeirra sé ómálefnaleg. Í þessu tilviki er ég reyndar sammála en þetta virðist vera svarið í langflestum tilfellum jafnvel þó það sé málefnalegt.
En ég velti fyrir mér hve margir sem gagnrýna aðild að ESB myndu vera hinu megin við borðið ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagst ætla að sækja um.
Mögulega á það ekki við um Þorstein, ég veit það svosem ekki en ég er ekki svo viss um að fólk sé að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þurfum stöðugleika, við þurfum að hugsa um fólkið líka, við þurfum gjaldmiðil sem er einhvers virði og við þurfum að hugsa dæmið upp á nýtt. Við þurfum svosem ýmislegt fleyra en ég læt það vera í bili en allt þetta hefur ekki verið gert hér á landi síðustu c.a. 20 ár og er ekki enn farið að gera svo hægt sé að tala um en þetta er allt eitthvað sem ESB virðist boða. Hvernig getur það þá verið slík heimska að fara í aðildarviðræður og láta þjóðina kjósa? Ef þjóðin er það heimsk að kjósa inngöngu ef samningurinn er glataður þá á hún bara ekkert betra skilið vegna sinnar ótrúlegu heimsku! En ég hef meiri trú á þjóð minni en svo. Ef samningurinn verður glataður þá förum við ekki inn. Ef hann verður góður þá sé ég bara ekkert að því vegna þess hve illa við höfum staðið okkur í því að vera sjálfstæð síðustu 65 ár.
Siggi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:51
Siggi. Takk fyrir þitt innlegg. Ég tel mig haf myndað mér upplýsta skoðun og er á móti inngöngu í ESB og væri það sama hvaða flokkur berðist fyrir því. Ég er sammála þér þear þú segir "Við þurfum stöðugleika, við þurfum að hugsa um fólkið líka, við þurfum gjaldmiðil sem er einhvers virði og við þurfum að hugsa dæmið upp á nýtt". ESB er að þróast í átt að Bandaríkjum Evrópu (þótt ekki sé útséð um það hvort það takist eða ekki) og ég vil ekki þangað inn. Ekki frekar en ég vil að Ísland verði eitt af Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta sagt þá vil ég náið viðskiptasamand við ESB og við NAFTA og sem flesta fleiri.
Við höfum ekki staðið okkur illa í því að vera sjálfstæð síðustu 65 ár. Skil ekki hvernig þú kemst að þeirri niðustöðu þrátt fyrir tímabundna kreppu. Förum úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í að vera ein ríkasta þjóð í heimi (jafnvel eftir kreppu). Förum úr menningarsnauðu samfélagi í að vera menningarríkt samfélag. Förum úr slæmum heilbrigðismálum í að vera með einhverja best heilsu í heimi og mesta langlífi. Förum úr torfkofum í glæsivillur. Berðu þetta saman við árangur Evrópu. Ein heimsstýrjöld. Tugir milljóna myrtar. Viðvarandi atvinnuleysi. Hrap á efnahagslista heimsins. Og hnignun á ýmsum fleiri sviðum.
Við höfum glutrað ansi miklu niður núna og erum ekki enn að ná vopnum okkar. Látum heimilum og fyrirtækjum blæða út. Þetta þurfum við að stoppa og það strax. Innganga í ESB gerir það ekki. Umsókn í ESB núna dreifir tíma okkar, orku og kröftum. Og samningsstaða okkar er slæm. Því er ekki tímabært að reyna að sækja um núna. Núna eigum við að vera að einbeita okkur að því að endurreisa efnahagslífið. Ef ESB þróast í átt að efnahagssamtökum líkt og NAFTA í stað þess að þróast í átt að Bandaríkjum, þá og þegar við erum í stakk búin má sækja um. Ég hef líka þá trú að þjóðin muni hafna aðild. En við munum eyða dýrmætum tíma og orku í þetta máln núna og við splittum þjóðinni enn frekar þegar hún þarf að standa saman. Þess vegna er umsókn núna röng ákvörðun!
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 15.5.2009 kl. 12:07
Þú segir "Alþingi þarf líklega ekki að vera upplýst um svona smámál. Bara samþykkja og athuga hvort við fáum ekki frábæran díl fyrir sjálfstæðið. Þetta er svipað og sölumennska fyrir eiturlyf. "Prófaðu bara og sjáðu hvernig þér líkar. Þú getur alltaf hætt". Það er bara ekki satt. Hér er verið að plata þjóðina inn í árhundraða ánauð fyrir hugsanlegt skyndifix" Þetta er hreinlega rangt, Norðmenn kíktu í pakkann og líkaði ekki innihaldið og felldu inngöngu... Hvað er að því að við gerum slíkt hið sama?
Sami málflutningur og þú ert að halda fram var hafður uppi þegar tekist var á um EES missir á sjálfstæði og svo framvegis. Veit ekki um marga sem vilja fara úr EES í dag vegna skort á sjálfstæði. Það væri gaman að fá þína skoðun á því. Þá eins og nú voru það jafnaðarmenn sem sáu yfir lækinn grænni grundir en íhaldsmenn þá eins og nú sem sáu ekkert nema óbreytt ástand. Eru með málalengingar um dollara, svissneskafranka, norska krónu einhliða upptöku Evru. Allt fundið til annað en að gera hlutina eins og menn. Svo les maður núna blogg frá mönnum sem tala um Kanada dollar og fara í ríkjasamband við þá!!! Held ég fari rétt með að utanríkisviðskipti við Kanada séu 1% af heildinni og við að taka upp cad...ríkjasamband.....
Held að menn séu að tapa sér í ruglinu finnst vanta í þessar umræður blákaldar staðreyndir. Utanríkisviðskipti okkar eru að 70% við Evru lönd það HLÝTUR að ráða okkar hagsmunum.
Ég sakna þess að ekki sé búið að birta hvað það gefur okkur í auknar tekjur að fá tollalausan aðgang að okkar mörkuðum í Evrulöndum og svo í framhaldinu batann sem að auki fylgdi að gjaldeyrisáhættan af þessum 70% af okkar viðskiptum hyrfi eins og dögg fyrir sól með upptöku Evru. Einnig hver fjáhagslegur ávinningur fjölskyldna í landinu yrði við að fá eðlileg fjáhagsleg skilyrði.
Þessi mál hljóta að vera þau sem skipta máli ekki olíufundir á Norðurpólnum eins og þú fleiri eru að draga inn í umræðuna hér í öðru bloggi á síðunni hjá þér þar sem mér finnst harla ólíklegt að við fáum nokkru þar um ráðið öðru en því sem bókstaflega er inn í okkar landhelgi. Þeir sem munu hirða það eru stóru strákarnir í bekknum...
Sævar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 00:17
14
Takk fyrir þetta innlegg Sævar og að lesa bloggið mitt. Ég ætla að svara þér lið fyrir lið.
1) Norðmenn kíktu í pakkann og líkaði ekki innihaldið og felldu inngöngu... Hvað er að því að við gerum slíkt hið sama?2) Sami málflutningur og þú ert að halda fram var hafður uppi þegar tekist var á um EES missir á sjálfstæði og svo framvegis. Svo les maður núna blogg frá mönnum sem tala um Kanada dollar og fara í ríkjasamband við þá!!!
3) Utanríkisviðskipti okkar eru að 70% við Evru lönd það HLÝTUR að ráða okkar hagsmunum.4) Ég sakna þess að ekki sé búið að birta hvað það gefur okkur í auknar tekjur að fá tollalausan aðgang að okkar mörkuðum í Evrulöndum og svo í framhaldinu batann sem að auki fylgdi að gjaldeyrisáhættan af þessum 70% af okkar viðskiptum hyrfi eins og dögg fyrir sól með upptöku Evru. Einnig hver fjáhagslegur ávinningur fjölskyldna í landinu yrði við að fá eðlileg fjáhagsleg skilyrði.5) Þessi mál hljóta að vera þau sem skipta máli ekki olíufundir á Norðurpólnum eins og þú fleiri eru að draga inn í umræðuna hér í öðru bloggi á síðunni hjá þér þar sem mér finnst harla ólíklegt að við fáum nokkru þar um ráðið öðru en því sem bókstaflega er inn í okkar landhelgi. Þeir sem munu hirða það eru stóru strákarnir í bekknum... Að lokum. Ertu sá Sævar sem ég tel þig vera?Þorsteinn Helgi Steinarsson, 19.5.2009 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.