11.5.2009 | 09:07
Umsögn um 100 daga áætlunina
Ég tók saman umsögn um 100 daga aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að mestu leyti mjög góð mál og ég fagna almennt séð þessari aðgerðaráætlun þótt vissulega eigi eftir að sjá hvað kemur út úr vinnunni. Ég er einungis beinlínis mótfallinn einu máli, en það er ESB málið. Ég hef einnig fyrirvara um nokkur mál. Þau mál sem mér þykir sérstaklega mikilvæg og kalla á annað en almennar athugasemdir frá mér eru feitletruð. Umsögnin er inndregin á eftir hverjum punkti í áætluninni hér að neðan.
En fyrst það sem mér finnst vanta í þessa áætlun (m.a.):
- Rannsókn sett af stað varðandi hlutverk reikniskilastaðla og framkvæmd þeirra varðandi hrunið, sérstaklega varðandi ofmat á efnahagsreikningum og hagnaði. Jafnframt ábyrgð endurskoðenda á hruninu.
- Hagfræðileg úttekt á hentugleika neysluvísitölu sem viðmið fyrir Seðlabanka varðandi verðbólgu, verðbólguviðmið og stýrivexti.
- Hagfræðileg úttekt á hentugleika þess að miða verðtryggingu fasteignalána við neysluvísitölu fremur en t.d. fasteignavísitölu.
- Hagfræðileg úttekt á því hvernig neysluvísitala er reiknuð.
----
· Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs 100 daga áætlun áformaðar aðgerðir
Til hamingju og gangi ykkur vel að reisa þjóðarskútuna við. Varist ESB og gjaldið varúð við ráðum AGS.
· Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjármálum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.
Hið mikilvægasta mál. Þetta endurmat verður að gera strax. Ekki er nóg að gert. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skuldavanda.
Gott mál.
· Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Íslands um ESB lögð fram á Alþingi.
Slæmt mál. Dreifir athygli og kröftum. Fórnar langtímahagsmunum fyrir meinta (en alls ekki gefna) skammtímahagsmuni.
· Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Gott mál. Ég tel kvótakerfið gott, en eignfærslur sjávarútvegsfyrirtækja verða að vera í samræmi við raunveruleg verðmæti og tel ekki svo vera núna. M.ö.o veðin fyrir lánum sjávarútvegsfyrirtækja eru ofmetin. Samt ekki viss að stefna stjórnarinnar sé rétt. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.
Mjög mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokavinna við samninga um erlendar kröfur Icesave.
Mjög mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.· Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunarinnar afgreidd í stjórn AGS.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.
Mikilvægt mál. Legg til að skoðað verði að afhenda íslensku þjóðinni verulegan hluta af einum banka. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Samkomulag milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna afgreitt.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Dregið úr gjaldeyrishöftum.
Mjög mikilvægt mál mál. Helst þarf að fjarlægja þessi höft alveg. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um persónukjör lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.
Ekki viss um þetta mál. Er þó sammála að núverandi stjórnarskrá og stjórnskipunar meingölluð og þarf að laga. Ekki viss að stjórnlagaþing sé besta leiðin til þess. Hefði frekar viljað sjá þessa vinna hefjast strax með aðkomu sérfræðinga skipaða af öllum flokkum. 10 manna sérfræðihóp sem ætti að skila tillögum eftir 1 ár til umræðu í þjóðfélaginu. Málið svo afgreitt samhliða sveitarstjórnarkosningum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Hef samt mjög almennan fyrirvara um þjóðaratkvæðagreiðslur. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka hafin.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings ogfjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram áAlþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um breytingu á lögum um sparisjóði lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum með það að leiðarljósi að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
Ekki forgangamál en leið til (mjög takmarkaðs) sparnaðar þessi misserin. Ekki víst að þetta sé sniðugt á öðrum tímum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands lagt fram á Alþingi.
Mjög gott mál. Fagna sérstaklega áætlunum um innanríkisráðuneyti og atvinnuráðuneyti.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.
Mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið við endurfjármögnun og skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftirstofnfjárframlagi frá ríkinu.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfélaga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðarins settur á fót.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Byrjað verði að móta atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins ogháskólasamfélagsins. Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustulanda heims árið 2020.
Ekki fyrr en 2020? Er þetta vísbending um hvað kreppan mun gera okkur? Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflinguatvinnulífs með hinu opinbera.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagðar fyrir ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Hafin vinna við mótun heildstæðrar orkustefnu. Stefnan miði m.a. að því aðendurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi.
Mjög gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun ogstyrkingu tekjustofna sveitafélaga.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna um veiðiráðgjöf og nýtingusjávarauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs oglífsgæða til framtíðar.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast viðatvinnuleysi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.
Mjög gott mál. Nú um stundir er helsta úrlausnarefni fyrir þessi fyrirtæki það sama og fyrir önnur fyrirtæki. Þ.e.a.s. að unnt sé að fá fjármagn á skynsamlegum vöxtum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notendaþjónustunnar sett í gang.
Mjög gott mál. Vek athygli á því að þetta er langtímaverkefni sem krefst í raun fjárfestingar í annars vegar endurskipulagningu og hins vegar notkun tækni til að einfalda stjórnsýsluna. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélags- ogefnahagsmálum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.