Af hverju ég vil ekki að Ísland gangi í ESB

Ég hef búið í þremur ESB löndum. Ég er Evrópusinni, hlynntur miklu samstarfi við ESB (og fleiri) og ég hef unnið í verkefnum á vegum ESB og sótt þangað fundi og tekið þátt í verkefnum þar. Það er margt gott í ESB. Ég er samt, eftir að hafa skoðað málin og metið framtíðarhorfur, alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB.

Ástæðan fyrir því að ég vil ekki að Ísland verði innlimað í ESB er einmitt sú hægfara þróun sem ESB kjarninn stefnir að, þ.e.a.s. að búa til eins konar Bandaríki Evrópu. Einnig sú hægfara efnahagslega og menningarlega hnignun sem mun að mínu mati eiga sér stað á Íslandi ef við göngum í ESB.

Þetta eru ekki hlutir sem skipta máli í núinu og eiga því ekki upp á pallborðið í umræðunni í fjölmiðlum (sbr. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/872505/). Þetta skiptir hins vegar öllu máli fyrir framtíðina og er eitthvað sem fólk þarf að átta sig á ef það tekur (nánast?) óafturkræfa ákvörðun um inngöngu í ESB.

Staða Íslands í Bandaríkjum Evrópu (BE) verður í besta falli eins og Alaska í BNA. Ef BE (Bandaríki Evrópu) vill reisa herstöð á Íslandi, þá verður það gert. Ef þeir vilja loka herstöð á Íslandi, þá verður það gert. Ísland verður verstöð (auðlindanýting) en unga fólkið flytur burt og arðurinn fer burt. Menningunni hnignar og þjónustuframboð verður fábreyttara. Opinbert mál verður eitthvert Evrópumálið (þýska, franska, enska?) ásamt Íslensku (þar sem og ef þarf). Og það verður ekki liðið að þjóðin reyni að segja skilið við BE.

Ég tel reyndar að vilji margra í ESB til að fá ný ríki inn í ESB komi til af því að þeir vilja með því koma í veg fyrir frekari þróun í átt að Bandaríkjum Evrópu og að sama skapi er stífni annarra gagnvart því að fá fleiri þjóðir inn komin til af því að það tefur fyrir stofnun BE. Af þessum ástæðum er ekki ólíklegt að ESB geti þróast í ytra og innra svæði. Þ.e.a.s. að kjarninn (Þýskaland, Frakkland og fl.) myndi Bandaríki Evrópu (og Bretar telja sig þá væntanlega verða að vera með, þvert á eigið geð, til að koma í veg fyrir að þessi tvö ríki verði andstæður póll við Bretland), en ytri ramminn verði meira í líkingu við EES sem Ísland er þegar í. Það er margt sem mælir með því að EES sé betra fyrirkomulag fyrir margar ESB þjóðir heldur en þátttaka í EES.

Um þetta má rita langt mál, en læt þetta nægja í bili.

Að lokum: Vandamálin sem þjóðin stendur frami fyrir nú má vel leysa án þess að ganga í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þorsteinn Helgi.

Takk fyrir góða grein og mikið er ég sammála þér. Sjálfur hef ég svipaðar skoðanir og þú og ég hef kynnt mér heilmikið um þessi mál og því meira sem ég kynni mér því staðfastari verð ég í því að Ísland hefur ekkert í þetta ríkjasamband að gera.

Svipað og þú hef ég búið í 2 ESB löndum en áður bjó ég í Bretlandi en bý nú á Spáni.

Kær kveðja.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Þakka þér fyrir góðan pistil.

Ég hef einmitt búið í Evrópulöndum í 7 ár og get tekið undir hvert orð hjá þér.

Frosti Sigurjónsson, 8.5.2009 kl. 09:55

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

100% sammála...lært, búið og starfað erlendis og þangað er ekki fanganna að leita fyrir íslenska þjóð....við erum með öll spilin á hendi til að leysa núverandi vanda. Til framtíðar litið munu þessi sömu spil koma okkur aftur í fremstu röð...það er reyndar mun styttri leið en margur heldur.

Haraldur Baldursson, 8.5.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega Þorsteinn Helgi.

Já það er vel hægt að vera Evrópubúi og það sem sumir kalla "Evrópusinni" án þess að vera Federalist (stórríkissinni).

Að vera í ESB núna er ekki eins og það var fyrir 15-25 árum síðan. Að vera í ESB núna krefst ALGERRAR samvinnu. Ekki bara samvinnu, heldur ALGERRAR samvinnu. Þið skiljið vonandi hvað ég á við. Tékkar skilja þetta allavega mjög vel:

==============================

The Czech Senate yesterday voted decisively to adopt the Lisbon Treaty, with 54 Yes votes and 20 No Votes (out of 79 senators present), a comfortable majority. Frankfurter Allgemeine reports from Prague that the vote was preceded by an emotional speech from outgoing PM Mirek Topolanek, who called ratification the price the Czech Republic would have to pay for EU membership. A No Vote would leave the country in total isolation, and without any influence on future Treaties and policies. Furthermore it would split the EU and strengthen Russia’s influence on the CEE countries. President Vaclav Klaus said that he is no hurry to sign the Treaty, and he will want to wait until the Czech constitutional court gives its verdict on the Treaty.

The FT writes that the vote leaves Vaclav Mr Klaus and Polish President Lech Kaczynski with effectively no chance to reject the Treaty. The last obstacle would therefore be the second Irish referendum to be held around October. An Irish Yes vote would clear the way for the treaty to come into force in January 2010. The FT article also made that the point that some Senators hope the Yes vote would “redeem” the country in the eyes of other member states.

==============================

Bandalagið breiðir nú faðm sinn fast og endanlega yfir Evrópu. Nú er þetta ekki lengur túlkað sem valkostur um samvinnu heldur sem "við eigum engra annarra úrkosta völ". Þetta eru "kostirnir" fyrir löndin sem fyrir aðeins fáum áratugum fengu sjálfstæði sitt aftur. Eftir að hafa verið notuð sem gólftuska hins bandalagsins. Þau kjósa núna í skugga óttans. Óttinn knýr verkið. "Ekki um neitt annað að ræða"

Mikið held ég að Tékkar myndu óska þess að búa í sama húsi og Íslendingar og njóta sömu landfræðilegu kosta eins og Íslendingar. Þá væru þeir alveg örugglega ekki í ESB. En nei, það er ekki um neitt að velja segir Samfylkingin. Við viljum ganga með hækjur eins og hinir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kjósum aftur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2009 kl. 14:43

6 identicon

Frábær pistill og takk fyrir.Legg til að þessi pistill fari í öll dagblöðin.

Númi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:15

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hin nýja og ferska rödd Þorsteins Helga Steinarssonar inn í EB-umræðuna er mjög skýr, sterk og athyglisverð, já, þakkarverð.

Ég er mjög sammála mati hans í greininni um aðleiðingar "aðildar"/innlimunar okkar, þar til kemur að þessu um myndun innri kjarna EB og hinna laustengdari eða frjálsari ríkjanna – þar hygg ég mat Gunnars Rögnvaldssonar á stöðu og horfum mála miklu líklegra.

Takk, Gunnar, ég vissi af þessari atkvæðagreiðslu í efri þingdeild Tékkanna og heyrði af ástæðunum fyrir því, hvernig hún fór, en þetta er þó mun skýrara hér í þessari FT-framsetningu og raunsannri túlkun þinni.

Jón Valur Jensson, 9.5.2009 kl. 00:56

8 identicon

Í stærra samhengi - hvaðan kemur ESB og hvaða tilgangi þjónar það:

"A keen and anxious awareness is evolving to suggest that fundamental changes will have to take place in the world order and its power structures, in the distribution of wealth and income."
- Club of Rome, Mankind at the Turning Point

Rómarklúbburinn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband