7.5.2009 | 14:57
Hörmuleg frétt á Bylgjunni
Visir.is og Bylgjan fluttu ótrúlega frétt (sem þó er alveg sönn og vel trúleg) áðan:
Brown lenti í mikilli orrahríð í fyrirspurnartímanum en þingmenn sóttu hart að honum varðandi Christie spítalann í Manchester sem tapaði sex milljónum punda við fall íslensku bankanna. Brown var sakaður um að standa í vegi fyrir því að spítalinn gæti endurheimt fé sitt. Ráðherrann sagðist deila áhyggjum þingmanna en benti á að margir aðrir hefðu orðið fyrir tjóni og að nauðsynlegt væri að líta á málin í heild sinni.
Mikilvægast er að íslensk stjórnvöld borgi," sagði Brown. Þess vegna erum við í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og önnur yfirvöld um hversu hratt Ísland mun borga til baka af því tjóni sem landið er ábyrgt fyrir."
Sjá: http://www.visir.is/article/20090507/VIDSKIPTI06/392138847
Gordon þarf ekki að ræða við íslensk yfirvöld heldur AGS og önnur yfirvöld (líklega í blessuðu ESB sem Bretar vilja 'hjálpa' okkur inn í). Íslenskum yfirvöldum kemur þetta sjálfsagt ekki við.
Á Íslandi nú eru tvö vel varðveitt leyndarmál: Samningurinn i við AGS sem fékkst afgreiddur eftir meðferð Gordons og ESB bandamanna hans (krafa um skilyrðislaus uppgjöf Íslands?) og skýrsla um mat á eignum bankanna.
Gordon Brown og AGS og ESB eru núna að ræða það hvernig unnt er að kreista hverja krónu af Íslandi og stjórnvöld láta bara eins og .....
3100 milljarða skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voðalega er þessi blessaði hræðsluáróður orðin þryettur. Svo langar mig að spyrja þig að einu, þannig er að ég tók lán upp á 18 miljónir til 40 ára og þegar afborganir eru reiknaðar út kemur í ljós að ég þarf að borga lánið 17 falt til baka og þegar ég verð búinn að borga lánið upp eftir 40 ár þá hef ég látið bankann hafa rúmar 300 miljónir króna, og spurningin er, langar þig ekkert til þess að komast út úr þessu kerfi? Ætlar þú að vinna gegn hagsmunum almennings og með hagsmunum örfárra sérhagsmunahópa? Ertu svo fastur í Davíðismanum að þú getur ekki tekið höfuðið út úr sjálfstæðis ra.... og litið til sólar með okkur sem viljum genga í ESB? Vilt þú ekki afnema verðtryggingu? Þú veist þá væntanlega hvers vegna verðtrygging er hér á landi, er það ekki? En ef þú veist það ekki þá er það vegna þess að þeir sem lána peninga vilja ekki lána út á krónur nema með verðtryggingu af ótta við óstöðugleika. Ég ætla bara rétt að vona að skynsemin vinni þetta stríð við afturhalsdöflin í þessu þjóðfélagi, þessi öfl sem sthórnað hafa m.a. Sjálfstæðisflokknum og fleiri spillingaröflum í samfélaginu.
Valsól (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:33
Kæra Valasól (hver sem þú ert).
Ég er að benda á staðreyndir. Vitnað er beint í Gordon Brown og frétt á Bylgjunni auk staðreynda um samninginn við AGS og matsskýrsluna. Þessar staðreyndir gefa sannarlega ástæðu til að fara fram með varúð. Það er ekki gott að láta sólina blinda sig þegar horft er fram á veginn.
Varðandi restina af innleggi þínu þá tengist það ekkert blogginu og ég afþakka að þú gerir mér upp skoðanir og sért með skítkast. Má ég frekar benda þér á að koma með málefnalegt innlegg og rökstuðning.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.5.2009 kl. 15:58
Segjum fullnaðar-bless við EU og óskum eftir nánu (mjög nánu) samstarfi við Canada, tökum upp Canadadollar og eigum viðskipti okkar við Ameríku í stað EU.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:33
Merkilegt mál, og enn merkilegra hvernig fjölmiðlar reyna að "spinna" það, gera Brown að einhverskonar rottu í horni í fyrirspurnartíma, sem grípur til þess að ljúga til að sleppa undan erfiðum spurningum.
Ég minni á að þegar "misskilningurinn" varð milli Árna M. og Darling, þá var það útskýrt ýtarlega hversu Bretar lesa mikið milli línanna, þannig að þó Árni hafi verið að tala almennt og án þess að segja ákveðna hluti, þá hafi Darling lesið það úr máli hans að við ætluðum ekki að standa við neinar skuldbindingar og því varð sem varð - hryðjuverkalög á landsbanka.
En nú þegar Brown segir eitthvað alveg hreint út, ekkert pláss fyrir misskilning, þá var þetta allt einn stór misskilningur, hann galgopast á þinginu án þess að vita hvað hann er að segja og svo framvegis.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.