5.5.2009 | 09:09
Eyra Van Goughs
Van Gough hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef aldrei verið almennilega sáttur við þá sögu að hann hafi skorið af sér eyrað sjálfur og farið síðan með það sem gjöf til vinkvenna sinna, jafnvel þótt geðveikur væri. Þessar nýju skýringar hljóma mun sennilegri þótt ég verði að viðurkenna að sannanir virðast veikar, en það á reyndar líka við um fyrri kenningu.
Hjó Gauguin eyrað af Van Gogh? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Partnership banking
- Hér er mikið um mikið frá miklu til mikils
- En hverjir borga skatt sem lagður er á önnur fyrirtæki en banka?
- Menningarbyltingin á Íslandi
- Hvernig varð Detroit gjaldþrota?
- Hvað eru nokkur þúsund milljarðar milli vina?
- Upptaka evru er ekki ókeypis
- Nokkrar hugleiðingar um uppruna ESB, samkeppnishæfni Þýskalan...
- Fróðlegt að fylgjast með hvernig Kýpur reiðir af
- Í framhaldi af ræðu Hilmars Péturssonar á Iðnþingi
- Leiðsögn um Ísland
- Munur á verðtryggingu og Verðtryggingunni
- Um IceSave
- Hækkun úr um 1500 í yfir 2300 milljarða síðan í árslok 2008
- Sumir fá en aðrir ekki ...
Bloggvinir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta Möller
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Björn Bjarnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eymundur Ingimundarson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Frosti Sigurjónsson
- Geir Ágústsson
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Haukur Nikulásson
- Heiða B. Heiðars
- Heimssýn
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hrannar Baldursson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhann Gunnarsson
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Baldur Lorange
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó G. Njálsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Als
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þór Saari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegar þessar heimsfréttir, ekki síst tímasetning þeirra. Eftir að breska blaðið Daily Telegraph flutti fregnina að morgni 5. maí taka alþjóðlegar fréttastofur við sér og dreifa henni sem heimsfrétt hreint út um allt. En er fréttin ný? Ekki aldeilis. Bók þeirra Kaufmanns og Wildegans (kaupmanns og villigæsar!) kom út 26. september 2008 á forlagi Osburg útgáfunnar í Berlín, ber titilinn Van Goghs Ohr – Paul Gauguin und der Pakt des Schweigens, heilar 392 síður að stærð. Má nærri geta hvort þar sé ekki farið vandlega ofan í saumana á málinu. Enda vakti bókin talsverða athygli í heimalandi höfunda. Í Hamburger Abendblatt var ágæt kynning á verkinu og viðtal við listfræðinginn Ritu Wildegans 24. október í haust; viðamikil gagnrýni birtist í Berliner Morgenpost 12. desember í vetur og stórblöðin Die Welt og Süddeutsche Zeitung fjölluðu um bókina sitt hvoru megin við áramótin. Bara svo að nokkur dæmi séu tekin. En augsýnilega telja alþjóðlegar fréttastofur enga sérstaka ástæðu til að senda út fréttir af því sem gerist í menningarlífi svona afkima veraldarinnar eins og Þýskalands! Nei, það er ekki fyrr en klausa birist í dagblaði á enskri tungu að heimsfréttasmiðirnir fóru á kreik. Lærdómsríkt, finnst ykkur ekki?
Þórður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 08:32
Þetta sýnir hnignun fjölmiðlunar í hnotskurn. Einhæfni, mötun alþjóðafrétta gegnum örfáar fréttastofur og einangrun Íslands á enskumælandi áhrifasvæði, birting fréttatilkynninga, nánast óbreyttra, sem frétta, skortur á greiningu eða sjálfstæðri hugsun.
Ég bjó í Þýskalandi um tíma og fannst áberandi hve lítið var af erlendum fréttum í þarlendum fjölmiðlum. Þá var sláandi hve miklu meira var um slíkar fréttir í íslenskum fjölmiðlum t.d. Morgunblaðinu á þeim tíma. Jafnvel fréttir af stórfelldum náttúruhamförum í Evrópu komu seint og einungis sem smáfrétt hjá þýskum. Morgunblaðið birti á þessum tíma oft fréttir frá eigin fréttasmiðum á ýmsum afkimum heimsins og vitnaði í fréttir Spiegel, Le Mond og The Economist. Nú er tíðin önnur. Fréttirnar virðast sóttar í enskumælandi netmiðla að miklu leyti. T.d. þegar fréttir um lánveitingar AGS til Íslands voru á döfinni (hvort og hvenær lánið yrði veitt) og allir stóðu á öndinni eftir nýjum fréttum frá höfuðstöðvum þeirra í NY, þá komu fréttirnar sem vörðuðu Ísland fyrst í erlendum netfjölmiðlum og íslensku fjölmiðlarnir átu þær upp eftir þeim. Fyrirsagnirnar voru eitthvað á þessa lund: "Financial Times segir að IMF muni afgreiða lánið í þessari viku". Jafnvel var vitnað í íslenska ráðherra gegnum erlenda fjölmiðla. Niðurlæging íslenskrar fjölmiðlunar verður ekki meiri. Stærstu fréttirnar sem allir biðu eftir vor (oft illa) þýddar fréttir úr enskumælandi fjölmiðlum. Sama má segja um gagnrýna hugsun á íslenskt samfélag fyrir hrun. Helst var það Morgunblaðið sem þýddi gagnrýnisfréttir frá Norðurlöndum. Ekki kom gagnrýnin innanlands, nema þá helst á það að Morgunblaðið skyldi vera að eltast við svona neikvæðar erlendar fréttir.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 6.5.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.