Neysluvísitölutrygging húsnæðislána er stórskaðleg rökvilla

Húsnæðislán, með veði í húsnæði, frá lánastofnun sem notar endurgreiðslu lánsins til að endurlána í ný húsnæðislán eru verðtryggð. En ekki með tilliti til húsnæðisverðs, heldur neysluvísitölu.

Þannig er endurgreiðsla lánsins tryggð með tilliti til m.a. verðs á áfengi eða matvöru. Einnig með tilliti til breytinga á virðisaukaskatti. En ekki með tilliti til þess hvort sama upphæð geti keypt sams konar hús seinna meir.

Þannig getur þensla á húnæðismarkaði valdið verðhækkunum sem eru vanmetnar í verðtryggingu sem aftur veldur því að ekki er slegið á þensluna þegar þess þarf og þensla í neysluverði getur valdið því að heildarlán hækka langt umfram heildar fasteignarverð.

 Auðvitað ætti að verðtryggja húsnæðislán miðað við verð á húsnæði og ekkert annað!

Ef svo hefði verið þá hefði það stórlega slegið á eignabóluna. Ef svo væri núna þá myndi það stórlega hjálpa heimilum og fyrirtækjum og vernda störf. Að svo skuli ekki vera er eignatilfærsla frá skuldurum til lánveitenda.


mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Gunnarsson

Sæll og blessaður, Þorsteinn. 

Ég las með athygli grein þína í Morgunblaðinu (ef ég man rétt) fyrr í vetur um innbyggðar skekkjur í vísitölunni. Það vakti furðu mína að enginn skyldi bregðast við, en að því leyti sem ég hef getað fylgst með hefur það ekki gerst. En í gær kom Haraldur L Haraldsson hagfræðingur fram í Silfri Egils og hélt fram svipuðum skoðunum.

Er hugsanlega hægt að koma hugmyndum hans um leiðréttingu inn í umræðuna í stað þessara vondu tillagna um endurgreiðslu hvort sem talað er um tuttugu prósent eða flatar fjórar milljónir á skuldara?

Með bestu kveðju,

Jóhann Gunnarsson 

Jóhann Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sæll Jóhann

 Ég er ennþá að vinna að því að vekja athygli á vísitölumálinu og á eftir að skrifa meira um það hér á næstu dögum. Ég held það hljóti að fara að vekja athygli að forsendurnar fyrir hækkun vísitölunnar eru ekki eins óvefengjanlegar og af er látið.

 Kv. Þorsteinn

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 30.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband