Falskaupmenn

Það er oft talað um fjárfesta og spákaupmenn sem þá hópa sem versla á hlutabréfamarkaði. Ég tel réttara að tala um þrjá hópa og bæti við falskaupmönnum.

 

Fjárfestar

Þeir sem fjárfesta raunverulegt fjármagn eða verðmæti í uppbyggingu fyrirtækis til lengri tíma með það í huga að hljóta ávinning af rekstri og verðmætasköpun fyrirtækisins

 

Spákaupmenn

Þeir sem fjárfesta raunverulegt fjármagn eða verðmæti í fyrirtæki til skamms tíma með það í huga að hljóta ávinning af hækkun (eða lækkun) verðs. Spákaupmenn stuðla að því að markaðsvirði nálgist gangvirði og halda þannig uppi virkri verðmyndun.

 

Falskaupmenn

Þeir sem fjárfesta ímyndað fjármagn (þ.e.a.s. án þess að leggja fram eigið fé að neinu marki) í fyrirtæki með það í huga að hljóta ávinning af hækkun (eða lækkun) verðs. Veð er oft allt að 100% í fyrirtækinu sem fjárfest er í. Þessir aðilar fela oft eignarhald og beita leynd og markaðsmisnotkun til að hækka verðmat á fyrirtækjunum með það í huga að búa til meira veðrými til að sækja raunfjármagn til banka. Falskaupmenn fara oft hratt um með mjög stórum fjárfestingum í gegnum flókið net eignarhaldsfyrirtækja sem oft eru í skattaparadísum og eignarhald er ekki vitað um. Bankarnir tapa þegar veðin reynast verðlítil. Falskaupmenn eru stórhættulegir efnahagslífi hvers lands og valda ójafnvægi og óhagkvæmni í viðskiptalífinu, þar sem heilbrigður rekstur er ekki grundvöllur starfsemi þeirra heldur rangmat á eignum á efnahagsreikningum og fjárdráttur úr bankakerfum. Endurskoðendur, opinberar eftirlitsstofnanir og bankarnir sjálfir eiga að sinna eftirliti til að koma í veg fyrir að falskaupmenn nái sínu fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband