Trommubyltingin tókst

Oft er talað um að byltingin éti börnin sín. Tíminn á eftir að leiða það í ljós. Eitt er víst að þjóðin er ennþá í óvissu um vandamál og lausnir. Missum við daga eða vikur í myndun nýrrar stjórnar? Verður kosið í vor og hvað missum við mikinn tíma í kosningabaráttu og myndun nýrrar stjórnar? Hvers konar stjórn verður það? Fer allt púðrið í umræðu um Evrópusambandið og evruna meðan þjóðin sekkur dýpra? Seinkar eða stoppar aðgerðaráætlun AGS? Hvaða áætlun önnur er til taks ef nokkur? Verður e.t.v. kosningum frestað til loka kjörtímabilsins? Vonandi sjá alþingismenn sóma sinn í því að mynda þjóðstjórn sem er samstíga og keyrir í gegn nauðsynlegar en óvinsælar aðgerðir hratt og örugglega ásamt því að lagfæra undirliggjandi ástæður fyrir vandanum. Ég óttast þó og tel meiri líkur á því að einhverjir flokkar vilji ekki axla ábyrgð og bíði frekar síns tíma í næstu kosningum hvort sem þær verða í vor eða seinna. Ábyrgðin er núna í höndum alþingismanna. Allra.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þú meinar auðvitað BÚSÁHALDABYLTINGIN.

corvus corax, 26.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband