Partnership banking

Ekki er haft fyrir því í fréttinni að skýra út þessi nýju slagorð: "Partnership banking" sem hljólma svo jákvæð. Smá leit á netinu skilar þessari merkingu:

Bankinn veitir fyrirtæki (eða stofnun) lán og fyrirtækið veitir bankanum upplýsingar um starfsmenn sína svo bankinn geti sniðið beina sölustarfsemi sína að hverjum og einum starfsmanni þegar kemur að lánatilboðum.

Nú hef ég ekki séð hvernig Kvika skilgreinir sítt "Bankasamstarf" (mín þýðing), en sú lýsing er væntanlega með svipaða merkingu. Ég ætla alla vega að gefa mér það þar til annað kemur í ljós.

Þetta er sem sagt ný og enn beinni markaðssetningarleið fyrir bankann en áður til að selja óumbeðnar bankaþjónustur til útvalinna einstaklinga.

Hér vakna nokkrar spurningar:

  • Hvaða upplýsingar lætur viðskiptavinurinn (fyrirtækið eða stofnunin) bankanum í té um starfmenn sína? Fylgja t.d. launaupplýsingar?
  • Er þetta skilyrði fyrir lánveitingu frá Kviku til viðskiptavinarins eða hagnast fyrirtækið á því að veita þessar upplýsingar (t.d. í formi lægri lántökukostnaðar)?
  • Hversu gegnsæ verður þessi upplýsingaveita?
  • Hafa starfsmenn ekkert um þetta að segja?
  • Er þetta í samræmi við persónuverndarlög?

Ég vil ekki gefa mér að "Bankasamstarf" sé óhagstætt fyrir starfsmenn fyrirtækjanna sem þarna verða skotmörk markaðsdeilda bankanna. Væntanlega fá "þeir heppnu" ómótstæðileg tilboð sem þeir eiga erfitt með af hafna.

Saga bankastarfsemi hér heima og erlendis gefur þó tilefni til að vera á varðbergi gagnvart bönkunum og þeirra markaðssetningu.


mbl.is MP Straumur verður Kvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband