Menningarbyltingin á Íslandi

Að ýmsu leyti virðist ástandið á Íslandi minna á hina svokölluðu Menningarbyltingu í Kína. Atburði sem einkenndust af myndun alls kyns grasrótarhreyfinga, oft undir merkjum Rauða varðliðsins sem beindu spjótum sínum að öllu því sem talið var borgaralegt. Milljónir manna voru ofsóttar. Mao virðist hafa komið þessar hreyfingu af stað en ekki beinlínis stutt hana, enda sá hann hana fyrst og fremst sem verkfæri til að styrkja eigin völd. Að lokum var hún bæld niður með valdi.

Í Menningarbyltingunni var ráðist gegn þeim sem unnu í stjórnsýslunni, fyrirtækjaeigendum, menningarverðmætum og fl. Einstaklingar vor þvingaðir til að koma fram með sjálfsgagnrýni af auðmýkt. Efnt var til mótmæla til að bola einstaklingum frá og jafnvel taka þá af lífi á götum úti. Þetta átti einnig við um einstaklinga innan Kommunistaflokksins, enda gat það hentað Mao vel. Allir áttu að hugsa eins og rétt eins og varðliðið skilgreindi það. Allir áttu að gagnrýna alla og tilkynna um frávik frá rétthugsuninni. Börn áttu að tilkynna foreldra sína ef svo bar við. Allir áttu að uppfylla viðmið um hinn fullkomna byltingasinnaða alþýðumann. Allt var þetta gert í nafni réttlætis sem minnir á það að ofbeldi er nánast alltaf réttlætt af þeim sem beita því. Upp undir 3 milljónir manna misstu lífið í þessari Menningarbyltingu.

Hér á Íslandi eru atburðirnir auðvitað og sem betur fer ekki eins öfgakenndir og í Kína, en mörg einkenni þjóðfélagsumræðu og stjórnmálaþróunar síðustu ára bera svip af Menningarbyltingunni. Sama á við um ýmsar uppákomur sem tengjast íslenskri menningu er virðist orðin blóraböggull fyrir alls sem vont er og hindrun fyrir þróun í átt að draumaríkinu. Það að vilja hlúa að því sem er íslenskt er beinlínis óæskilegt og þeir sem það vilja eru útskúffaðir af múgnum og frammámönnum varðliðanna. Vettvangurinn fyrir átökin er fjölmiðlar, bloggmiðlar og Austurvöllur.

Menningarbyltingin í Kína hafði mikil skaðleg áhrif, stjórnmálalega, félagslega og menningarlega, en ekki síst efnahagslega. Þetta reyndist bylting fyrir hið ómenningarlega, stöðnun og kúgun.

Vonandi verða ekki of mikil skaðleg áhrif af hinni íslensku Menningarbyltingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverð ábending hjá þér, Þorsteinn Helgi. Þetta var nú byrjað með skrílshættinum í 'búsáhaldabyltingunni', þar sem sjálft Alþingi var atað fúleggjum og skyri og hver einasta rúða brotin í því. Miklu alvarlegra var, að pólitísk öfl reru undir með því háttalagi gerendanna.

Nú er sami skrílsháttur byrjaður með því að krota risastöfum BYLTING! á stall styttunnar hans Jóns Sigurðssonar. Þessum róttæklingum á vitaskuld að halda í skefjum og refsa fyrir hvert skemmdarverk; það er enginn vandi nú á tímum að fylgjast með slíkum lögbrotum í eftirlitsmyndavélum.

Almennt talað er mjög mikið af þjóðfélagsumræðunni á netvefjum ennfremur vanþroskuð, plebejönsk og til skammar.

Jón Valur Jensson, 22.11.2014 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband