Hvernig varð Detroit gjaldþrota?

Rakst á áhugaverða grein um Detroit.

Það er áhugavert að skoða sögu skuldasöfnunar og skattheimtu í borginni sem óx til þess að verða fimmta stærsta borg Bandaríkjanna eftir stríð og hversu samdrátturinn varð mikill og langvarandi.

Þarna urðu óeirðir og aukning glæpa, en spurningin er hvað er orsök og hvað er afleiðing. Voru óeirðirnar orsök hnignunar borgarinnar (efnahagsins) eða var því öfugt farið?

Það er ljóst að eftir stríðið dróst framleiðsla þarna hratt saman enda ekki lengur þörf á öllum þeim búnaði sem þarna var framleiddur til hernaðar. Pantanir frá hernaðaryfirvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi urðu færri.

En borgaryfirvöld og fyrirtæki á staðnum virðast hafa brugðist rangt við. 

Fyrirtækin tóku að spara meðan þau biðu eftir því að eftirspurn ykist á ný. Borgaryfirvöld hækkuðu skatta og söfnuðu skuldum. Milli áranna 1975 og 1985 virðast þeir vera að fara að ná tökum á málunum og skuldir lækka. Það hægir á samdrætti í tekjum og þær aukast jafnvel nokkuð í lok tímabilsins.

Bjartsýnin tekur við og borgin tekur á sig nýjar skuldir til að fá nýja Chrysler verksmiðju í borgina. Þrátt fyrir nýja verksmiðju, fjárfestingu (skuldaaukningu) og hækkun skatta þá dragast tekjur saman í kjölfarið. 

Samkeppni kemur frá Japan og Evrópu sem njóta þess að Bandaríkjadollarinn stóð hátt enda gengi hans miðað við stöðu fjármálakjarnans á austursröndinni og iðnaðar og þjónustu á vesturströndinni. Detroit var ekki samkeppnihæf á því gengi.

Síðan ráðast þeir í ævintýralega fjármálagjörninga (enn meiri skuldir) til að "endurskipuleggja" lífeyrisskuldbindingar og allt fer úr böndunum.

Nú er borgin gjaldþrota.

Borgin (miðbærinn) er eins og draugabær. Búið að jafna fjölda húsa við jörðu og eftir standa hús á stangli við götur með tómum lóðum þar sem áður var þétt byggð.

Afleiðing af fjármálaflótta (skorti á fjárfestingu), of mikilli skattheimtu og skuldasöfnun. Í raun skortur á samkeppnishæfni eða getu til að aðlaga sig þeirri skertu samkeppnihæfni sem þeir upplifðu.

Ekki gátu þeir fellt gengið á dollarnum.

Detroit center


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband