Fróðlegt að fylgjast með hvernig Kýpur reiðir af

Kýpverjar eru að byrja að afnema höftin. Þeir eru með evrur og þess vegna eru höftin hjá þeim ekki bundin við gjaldmiðilinn sjálfan (þ.e.a.s. skipti yfir í aðra gjaldmiðla) heldur á allar millifærslur í bönkum. 

Á Kýpur er stór snjóhengja (m.a. rússneskt fé sem vill út. Áætlað um 15 milljarðar evra af um 70 milljörðum í kerfinu). Þar má ekki færa fé á milli banka eða taka stórar fjárhæðir út. Þar er skattur á innistæður til að draga úr snjóhengjunni (9,9% á allar innistæður yfir 100.000 og 6,75% á innistæður undir þeirri fjárhæð). Samt (þrátt fyrir höft) hafa þeir misst um 30% af innistæðum úr landi. Og enginn veit hve mikið fer þegar (og ef) höftum verður aflétt. Hætt er við vantrausti á bankana og bankaáhlaupi. Það er enn rætt um það að láta bankana fara í þrot. Það er alla vega ljóst að ef erlendir aðilar jafnt sem innlendir aðilar færa fé sitt úr kýpverskum bönkum til t.d. þýskra banka þá verður erfitt að halda þessum bönkum starfhæfum.

Kýpurbúar eru enn að íhuga úrsögn úr evrunni til að endurheimta samkeppnishæfni sína. En það verður þeim dýrt og er eiginlega yfirlýsing um gjaldþrot. Eitt er víst að Kýpur er bara rétt að byrja að sjá afleiðingar kreppunnar. Því er spáð að stærsti skellurinn verði í ár (atvinnuleysi og samdráttur í þjóðartekjum).

Afnám hafta á Kýpur nú er í raun sambærilegt við það að taka fyrir nefið og hoppa úr í djúpu laugina. Þeir hafa auðvitað verið að undirbúa það um nokkurt skeið. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

Sjá m.a. hér:

Cyprus Bank Deposits Plunge By Most Ever During "Capital Controls" Month (Maí 2013)

Fears grow over Cyprus capital outflow (Mars 2014)

Cyprus to fully lift capital controls within months (updated) (Nov. 2013)

Cyprus: Potential capital outflows and euro-zone outflow explained (April 2013)

P.S. Eins og á Kýpur þá virðist fólk hér á landi ekki gera sér grein fyrir því hvað gagn það er sem höftin eiga að gera. Menn sjá einungis ókostina (sem eru margir). En höftin hér eru að ástæðu, nefnilega þeirri að við erum ekki búin að gera upp afleiðingarnar af hruninu sem má draga saman undir nafninu "snjóhengjan". Við höfum ekki enn getað tekið fyrir nefið og hoppað út í djúpu laugina. Það fer vonandi að gerast eftir góðan undirbúning. Það verður líka fróðleg reynsla.


mbl.is Dregið úr fjármagnshöftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband