8.3.2014 | 21:27
Í framhaldi af ræðu Hilmars Péturssonar á Iðnþingi
Hilmar Pétursson hélt skemmtilega ræðu á Iðnþing að vanda. Hann fer þar yfir ævintýralega sögu CCP og fjallar um íslensku krónuna.
Að hans mati (og hann vitnar þar m.a. í föður sinn) þá er íslenska krónan orsakavaldur í mörgum þeim hremmingum sem hans fyrirtæki (og væntanlega þjóðin öll) hefur lent í.
Ég er þessu ekki sammála heldur tel ég að ástæða hremminganna almennt sé:
- Slæleg stjórn efnahagsmála
- Slæleg peningastjórn (stjórn raunvaxtasigs og útlánaaukningar)
- Innri og ytri áföll sem hafa með hvorugt ofangreint að gera svo sem breytingar á fiskgöngu, olíukrísa eða versnandi viðskiptakjör
Ég tel jafnframt að með því að gera krónuna að eins konar geranda (í stað fórnarlambs með þjóðinni), þá sé verið að leiða umræðuna á villigötur og draga athyglina frá hinum raunverulega vanda sem hrjáir okkur núna. Með því að greina vandan rangt þá eru dregnar rangar ályktanir.
Vandi okkar núna er að mínu mati afleiðingarnar af bankahruninu 2008 og lýsa sér í miklum skuldavanda, gjaldeyrisvanda og samdrætti í þjóðartekjum. Sá vandi heldur gengi, þjóðartekjum og kaupmætti niðri. Krónan er þar fórnarlamb, en jafnframt verkfæri til að takast á við stöðuna.
Þetta skýri ég nánar í lengra máli í viðhengdu skjali: Um orsakir og afleiðingar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Athugasemdir
Sammála síðuhafa.
Benedikt Helgason, 8.3.2014 kl. 21:35
Mér fannst þessi ræða hans svo barnaleg og frasakennd að ég nennti ekki einu sinni að pirra mig á henni.
Þrátt fyrir þessa hræðilegu krónu og þá staðreynd að við erum ekki í ríkjasambandi ESB, þá hefur þessu fyrirtæki engu að síður tekist að vaxa með ótrúlegum hraða. Það starfar raunar á landamæralausu platformi og því illa skiljanlegt af hverju þeir eru svona ákafir í áróðri sínum.
Mér finnst raunar pólitísk afskipti fyrirtækja sverta ímynd þeirra og sá efasemdum um heilindi.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 08:01
Krónan er ekki hræðileg. Krónan er góð.
Þensla og skuldir eru hræðilegir hlutir. Það er einnig hræðilegt að missa allt sitt.
Bankahrunið var afleiðing af þenslu. Afleiðing af bankahruninu var gífurlegar skuldir, en einnig það að þjóðin missti gífurlega mikið af sínu. Krónan og höftin (eins slæm og þau eru) hafa komið í veg fyrir að stór hluti þess sem við misstum sé endanlega farinn. Krónann og höftin gefa okkur verkfæri til að ná því aftur til baka.
Allt tal eins og "ónýtur gjaldmiðill", "krónan er ónýt" eða "hræðileg króna" er frasakennt og leiðir okkur burt frá því að ræða raunverulega vandann sem er afleiðingarnar af hruninu.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 9.3.2014 kl. 08:53
Eg var nú bara að vísa í undirróður manna á borð við Hilmar. Ég er sammála öllu sem þú segir hérna.
Talið um ónýtu krónuna er hluti ESB áróðursins, þar sem menn reyna að sannfæra fólk, yfirleitt án raka, um að það sé alger lífsnauðsyn fyrir okkur að taka upp annan gjaldmiðil og það þá evru að sjálfsögðu.
Sama herferð er reyndar farin að sjálfsvirðingu þjóðarinnar með áróðri um það hversu ómöguleg og afturreka við erum, einangruð og þröngsýn. Heimóttalegri ættjarðarást og þjóðarstolti, sem raunar allar sjálfstæðar þjóðir hafa, er líkt við þjóðernishyggju með þeim formerkjum að slíkur hugsanaháttur sé borderline Fasismi eða nasismi. Eiríkur Bergmann skrifaði t.d. Heila bók í Þessum tilgangi.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 10:31
Sæll Jón. Fyrirgefðu mér misskilninginn.
Það eru miklir fjármunir í húfi.
Núverandi ríkisstjórn var kostin til að taka á skuldamálum og Frammsókn fékk góða kosningu m.a. vegna þess að þeir sýndu það í IceSave málinu að þeir stóðu dyggan vörð um hagsmuni Íslendinga.
Snjóhengju-slitabanka-málið er næsti stóri biti sem þarf að leysa (vegna hafta og þrýstings á gengið) og núverandi flokkar virðast vera þeir einu sem eru tilbúnir til að taka slaginn og standa vörð um hagsmuni okkar á nýjan leik.
Og það er eitthvað að gerast í þeim málum sbr. orð fjármálaráðherra og seðlabankastjóra.
Þá hefst allt í einu gífurleg orusta í þeim tilgangi að koma ríkisstjórninni frá. Ekki vegna þess að hún sé ekki að fylgja eigin stefnu, heldur vegna þess að hún er ekki að framfylgja stefnu annarra. Og klaufaleg ummæli eru notuð til að hamra á þeim.
Merkileg tilviljun.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 9.3.2014 kl. 11:40
Æi Jón Steinar, ósköp er leiðinlegt að lesa málflutning þinn. Er þér fyrirmunað að gagnrýna menn MÁLEFNALEGA?
Hér ræðst þú á manninn Hilmar Pétursson, segir hann vera með "áróður" og "undirróður".
Veist þú hvað orðið "undirróður" þýðir??
AF HVERJU ætti Hilmar Pétursson að vera með pólitískan "áróður"? Fyrri hvern?? Honum er bara umhugað um velgengni fyrirtækis síns og hag sinna starfsmanna.
Mig grunar að þessi talsmáti þinn lýsi þekkingarskorti. Þú hefðir gott af því að kynna þér betur þessi mál sem þú þykist hafa vit á.
Einar Karl, 10.3.2014 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.