5.3.2013 | 11:37
Munur á verðtryggingu og Verðtryggingunni
Umræðan um verðtrygginguna verður aldrei markviss nema greinarmunur sé gerður á verðtryggingu sem hugtaki og Verðtryggingunni eins og hún er útfærð á Íslandi. Hið fyrra er skynsamlegt meðan hið síðara er glæpsamlegt og byggir á þeirri hugsanaskekkju að vísitala neysluverðs sé rétt viðmið fyrir verðtryggingu á skuldum landsmanna.
Staðreyndin er að vísitala neysluverðs er í besta falli sæmilega góð nálgun á verðbólgu þegar verðbólga er jöfn og lítil og innkaupavenjur stöðugar. Vísitala neysluverðs ýkir hina raunverulegu verðbólgu en það er skekkja sem er byggð inn í aðferðarfræðina. Segja má að vísitala neysluverðs mæli EFRI fræðilegu mörk verðbólgu á einhverju tímabili meðan raunverðbólgan kann að vera mun lægri.
Síðast en ekki síst þá byggir núverandi fyrirkomulag Verðtryggingarinnar á kerfi með jákvæðri svörun (víxlverkun hækkunar verðlags og vísitölu eða 'positive feedback'), en slík kerfi 'springa' alltaf að lokum eins og allir vita sem hafa heyrt útvarpsmenn tala í síma við einhvern sem hefur samtímis kveikt á útvarpinu sínu til að hlusta á samtalið. Það fyrsta sem útvarpsmennirnir segja við viðmælandann yfirleitt er: 'slökktu á útvarpinu'. Við verðum að slökkva á Verðtryggingunni sem miðar við neysluvísitölu áður en hún springur en það mun hún óhjákvæmilega gera nema gripið verði inn í. Það er óumflýjanleg stærðfræðileg staðreynd. Áður en það gerist mun hún hins vegar ná að valda verulegum skaða með óréttmætri eignartilfærslu í þjóðfélaginu.
Verkefni þeirra sem telja verðtryggingu (sem hugtak) skynsamlegt í mörgum tilfellum (ég þar á meðal) ætti að vera að finna rétta og sanna útfærslu á verðtryggingunni. Kerfi sem er stöðugt en ekki óstöðugt eins og núverandi útfærsla er.
Jón Steinar: Lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Athugasemdir
Sammála hverju einasta orði.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2013 kl. 13:14
100%
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 13:21
Þetta er rétt athugað hjá þér Þorsteinn Helgi. Jón Steinar er sjálfur lýðskrumari. Er hann ekki á alltof háum eftirlaunum á okkar kostnað (alltof snemma) eins og Sighvatur Björgvinsson? Þessir menn hafa enga hugmynd um hvernig venjulegt fólk fer að því að lifa af mánuðinn á þessum venjulegu launum. Þeir geta síðan kallað venjulega launamenn "lýðskrumara".
Margret S (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.