Sumir fá en aðrir ekki ...

Ég er ekki á móti því að greidd séu listamannalaun, en ég vil að þau fari þangað sem þörf er á og til er unnið. M.ö.o. þá þykir mér óþarfi að auðmenn eða tekjuháir fái þessi laun sem auka bónus frá skattgreiðendum.

Mér sýnist svona fljótt á litið að flestir ef ekki allir á listanum hafi vissulega unnið fyrir heiðrinum, en er ekki viss um að allir hafi réttlætanlega þörf á að fá þessi laun. Það má örugglega finna ýmsa sem til þessa hafa unnið en fá ekki neitt jafnvel þótt tekjur eða ríkidæmi þeirra sé lítið.

Sem dæmi þá teljast þessir tveir varla á flæðiskeri staddir:

4. Erró 2.898

5. Guðbergur Bergsson 2.898

Svo er þessi á góðum launum sem þingmaður og þarf því ekki á þessu að halda fyrir utan það að vera vanhæfur til að greiða atkvæði um þetta mál. Eða er hann sjálftökumaður?

26. Þráinn Bertelsson 3.622

Loks er einn flutningsmaður tillögunnar barn eins þyggjandans og því að mínu mati vanhæfur til þess að flytja þetta mál.

Þessi laun á að tekju- og eignatengja. Og þingmenn verða að gæta að eigin hæfi til að fjalla um málið.


mbl.is Heiðurslaunin stórhækka í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband