17.10.2012 | 12:08
Gylfi þarf að fara að hugsa sín mál
"Gylfi sagði að margir hefðu einblínt á það að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar."
Gylfi hefur verið talsmaður þeirrar "einföldu lausnar" að ganga í Evrópusambandi og taka upp evru eins og að þá myndu öll vandamál leysast nánast af sjálfu sér. Þar fer hann villur vega.
Hann hefur hins vegar rétt fyrir sér að "málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt". Að mínu mati á það jafnt við einföldu lausnirnar "afnám verðtrygginar" og "upptaka evru".
Öll umræða um verðtryggingu er ómarkviss meðan ekki er gerður greinarmunur á verðtryggingu sem hugtaki og Vertryggingunni eins og hún er útfærð hér á landi með notkun neysluvísitölu
Ég hef áður fjallað um það að verðtrygging (sem hugtak) ætti að vera öllum til hagsbóta meðan Verðtrygging lána miðuð við neysluvísitölu er stórskaðleg, óréttlát og reyndar einnig ólögleg að mínu mati. Gylfi hefur verið talsmaður Verðtryggingarinnar (með stóru vaffi). Ég er talsmaður annars fyrirkomulags verðtryggingar sem tekur á helstu ókostum núverandi fyrirkomulags.
Svo við víkjum að öðru þá skrifaði Gylfi nýlega pistil á pressuna um samhengi myndsamstarfs og atvinnuleysi og tekst þar að snúa hlutunum á haus. Ég svara þessum pistli hans hér.
Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.