17.10.2012 | 11:50
Gagnrýni á grein Gylfa Arnbjörnssonar
Gylfi Arnbjörnsson fjallar um það hvort þátttaka í myntsamstarfi (upptaka evru) leiði til aukins atvinnuleysis í pistli á Pressunni.
Þar fer hann yfir nokkur línu- og súlurit máli sínu til stuðnings og kemst að því að krónan verji ekki Íslendinga gegn atvinnuleysi og því sé óhætt að taka upp erlendan gjaldmiðil.
Þetta er undarleg niðurstaða með tilliti til þeirra hagtalna sem Gylfi leggur fram og vitnar í. Mér þykir rétt að fjalla hér aðeins um túlkun hans á þessum hagtölum.
Atvinnuleysi í ágúst 2008-2012. | |
Niðurstaða Gylfa: Atvinnuleysi á Íslandi með því lægsta sem þekkist og atvinnuleysi í NV-Evrópu lægra en sunnar og austar í álfunni. Þess vegna ólíklegt að atvinnuleysi á Íslandi fari upp í sömu tölur og á Spáni og í Grikklandi. | Mín niðurstaða: Ég er sammála Gylfa um að ólíklegt er að atvinnuleysi hér fari nokkurn tíman upp í svipaðar tölur og á Spáni og í Grikklandi hvort sem við höfum krónu eða erlendan gjaldmiðil. Fyrir því er aðallega sú ástæða að fólk flytur einfaldlega í burtu, enda á fólk á Íslandi mjög auðvelt með það m.a. vegna fólksfæðar, menntunarstigs og tungumálakunnáttu. Hins vegar er með ólíkindum hvað er lítið atvinnuleysi hér á landi eftir hrunið, en það skýrist m.a. af brottflutningi fólks en einnig af því að útfluttningsatvinnuvegir og ferðaþjónusta hafa haldið sínu þótt hér hafi gengið yfir óheyrilegar efnahagslegar hamfarir. Þessar tölur um atvinnuleysi sína því m.a. aðlögunarhæfni efnahagslífsins með krónuna til að leiðrétta samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Það er ljóst að ef við hefðum ekki krónuna nú þá þyrftum við að grípa til svipaðra aðgerða eins og í PIGS löndunum. Af þeim er það Írland sem kemst næst því að vera samanburðarhæft við Ísland. Þar er 15% atvinnuleysi nú. Grafið hans Gylfa rennir því stoðum undir þá kenningu að krónan hafi varið samkeppnisstöðu landsins þvert á það sem Gylfi gefur í skyn. |
Aukning atvinnuleysis á 2. ársfj. 2008 til 1. ársfr. 2009 og til 3. Ársfj. 2012. | |
Niðurstaða Gylfa: Ísland var í 6. sæti þeirra ríkja þar sem atvinnuleysi jókst hvað mest. Ekki verður séð að sveigjanleiki krónunnar hafi varið atvinnustigið sem neinu nemur. Við stöndum okkur betur en evrusvæðið en verr en ESB í heild. | Mín niðurstaða: Gylfi skiptir grafinu í tvennt: annars vegar 2. ársfj. 2008 til 1.arsfj. 2009. (eitt ár kringum hrunið) og hins vegar frá 2.ársfj. 2009-3.ársfj. 2012 (um 3 ár). Niðurstaða Gylfa er ótrúlega skrítin í ljósi þess sem grafið sýnir.. Þrátt fyrir að eitthvert mesta þekkta efnahagshrun mannkynssögunnar á friðartímum þá jókst atvinnuleysi hér mun minna en hjá 5 þjóðum Evrópu (Eistland, Írland, Spánn, Lettland, Litháen) sem glímt hafa við kreppu sem skall á hjá þeim nokkru síðar en á Íslandi. Þetta sýnir grafið hans Gylfa þrátt fyrir að fyrra tímabilið sé skoðað einangrað í kringum dagsetningu hrunsins hér á Íslandi. Þetta getum við að mestu leyti þakkað krónunni. Seinni hluti grafsins hans Gylfa sýnir að atvinnuleysi minkaði á Íslandi á því tímabili. Einu löndin þar sem það gerðist voru auk Íslands: Belgía, Þýskaland, Eistland, Lúxembúrg, Tyrkland, Bandaríkin og Japan. Atvinnuleysi jókst í ESB að meðaltali og einnig á evrusvæðinu. Það blasir því við að Ísland stóð sig mun betur en bæði ESB og evrusvæðið í heild. Grafið hans Gylfa rennir því stoðum undir þá kenningu að krónan hafi varið samkeppnisstöðu landsins og þar með störf launþega þvert á það sem Gylfi segir. |
Verðbólga í Evrópu 2008-2011 | |
Niðurstaða Gylfa: Verðbólga á Íslandi hefur verið að meðaltali 10% en í Evrópu um 2%. | Mín niðurstaða: Þetta er rétt. Á umræddu tímabili höfum við verið að taka afleiðingum þessa að nánast um helmings gengisfall varð á krónunni til að leiðrétta samkeppnisstöðu landsins. Á sama tíma hefur Evrópa verið að glíma við fall í eftirspurn vegna kreppunnar en það kemur í veg fyrir að verðbólga aukist. Þetta er eðlilegt meðan þjóðfélagið er að finna nýtt jafnvægi. Á hitt ber að líta að bæði á Íslandi og í Evrópu er líklegt að verðbólga verði með hærra móti þegar eftirspurnin í þjóðfélaginu fer af stað. Hér á Íslandi vegna þess að launþegar vilja endurheimta kaupmátt og í Evrópu vegna þess að verið er að prenta peninga" með kaupum á lélegum skuldabréfum ríkja (búa til verðbólgu í framtíðinni). |
Hagvöxtur í einstaka ríkjum Evrópu 2008-2010 | |
Niðurstaða Gylfa: 10% fall í landsframleiðslu á Íslandi, 2% í Evrópu og 1.5 % í samanburðarlöndum (sem ekki inniheldur Írland, en er með t.d. Belgíu og Holland). | Mín niðurstaða: Allt okkar bankakerfi hrundi. Verðgildi fyrirtækjaí kauphöllinni lækkuðu um 90%. Verðgildi gjaldmiðilsins lækkaði um 50%. Ath. að verðgildi krónunna lækkað sem afleiðing af hruni bankanna, ekki öfugt. Þrátt fyrir þessar hamfarir sem eru stærri en nokkurt land hefur þurft að þola á friðartímum fyrr og síðar þá lækkar landsframleiðsa hér einungis um 10%. Í Eistlandi, Lettlandi og Litháen lækkað hún enn meira en þessi lönd eru að rembast við að komast í evruna og halda gjaldmiðli sínum föstum við hana. Í Danmörku , Írlandi, Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Finnlandi og Króatíu lækkar hún á bilinu 5-8% þrátt fyrir mun minna áfall. Og við erum þegar komin með hagvöxt meðan sum löndin eru enn að falla. Þarna hefur krónan augljóslega bjargað okkur frá enn dýpra falli í þjóðarframleiðslu. |
Langtímavextir ríkissjóðs í Evrópu í september 2012 | |
Niðurstaða Gylfa: Ísland borgar 3,5% hærri vexti en ríki á evrusvæðinu og 5,3% hærri en viðmiðunarlöndin. Þarna munar um 50-80 milljórðum á ári. | Mín niðurstaða: Ísland er á svipuðu róli og Írland, Spánn, Ítalía, Kýpur, Ungverjaland, Portúgal, Rúmenía og Slóvenía í þessari ljósmynd (september 2012) sem Gylfi tekur af vöxtunum. Það skal engan undra miðað við áfallið sem hér reið yfir að vextirnir eru háir. Reyndar gott að þeir skuli ekki vera enn hærri. Skuldastaða landsins ýtir vöxtunum upp á við. Samkeppnishæfni þjóðarinnar sem m.a. kemur fram í hagvexti og afgangi af vöruskiptum við útlönd ýtir vöxtum niður. M.ö.o. hagur okkar af bættri samkeppnisstöðu vegna krónunnar er að hjálpa okkur stórlega þarna. Við þetta má bæta athugasemd um að almennt gefur ljósmynd af vaxtakjörum einn mánuð ekki rétta mynd af almennu ástandi. Vextirnir sem þjóðinni buðust fyrir hrun voru t.d. mun nærri því sem samanburðarþjóðirnar voru með. Þetta veit Gylfi vel og hann er því hér vís vitandi að beita blekkingum. |
Vextir af nýjum húsnæðislánum í Evrópu á 1. ársfj. 2012. | |
Niðurstaða Gylfa: Greiðslubyrði af Íslenska láninu er um helmingi hærri en ríkja í NV-Evrópu. Af þessu vill Gylfi draga þá ályktun að krónunni sé um að kenna og því taka upp evru með inngöngu í Evrópusambandið að því gefnu (þótt orðalga Gylfa sé hér óljóst) að forræði á sjávarútvegsauðlindinni verði áfram í höndum Íslendinga. | Mín niðurstaða: Þarna er augljóslega vandi á ferð fyrir Íslendinga eins og skuldug heimili hafa fundið fyrir. Hér verður þó að hafa þann fyrirvara að verðbólga í löndunum er mismunandi og það skekkir myndina sem Gylfi setur fram. Sú skekkja virkar þó til þess að það hallar enn meira á Íslendinga og þar spilar verðtryggingin inn í. Margir hafa verið til að benda á að núverandi verðtrygginarfyrirkomulag lána á Íslandi er skaðlegt og að hagkerfið stendur ekki undir þessum vöxtum. Þessi vextir eru stórt séð til komnir vegna verðtyggingar + vaxtakröfu lífeyrissjóðanna + vaxtaálags bankanna. Hér munar mest um fyrstu tvo liðina sem eru óeðlilega háir. Nú stendur Gylfi fremstur í flokki þeirra sem vilja viðhalda verðtryggingunni eins og hún er og vaxtakröfu lífeyrissjóðanna upp á 3,5%. M.ö.o. þá er Gylfi sem áhrifamaður einn helsti ábyrgðarmaður þessarar vaxtapíningar skuldugra heimila. Með því að beina sjónum sínum að krónunni frekar en vaxtapíningu lífeyrissjóða og verðtryggingu er Gylfi ekki einungis að hengja bakara fyrir smið, heldur einnig að taka afstöðu gegn sínum umbjóðendum (verkalýðnum og heimilum landsins) með því að velja leið sem stuðlar að verri samkeppnisstöðu landsins (og því færri atvinnutækifærum) og aukinni vaxtapíningu. |
Ég legg til að Gylfi skoði betur þessar hagtölur og endurskoði niðurstöðu sína. Að öðrum kosti legg ég til að Gylfi segi af sér sem formaður ASÍ eða að hann verði settur af við fyrsta tækifæri.
Ég vona að Gylfi taki þetta ekki persónulega. Hann hefur sýnt það að hann kann að berjast af hörku fyrir hagsmunum lífeyrissjóðanna. Þótt Gylfi haldi því fram þá fara þeir hagsmunir ekki alltaf saman við hagsmuni launþega. Mér þykir því við hæfi að Gylfi einbeiti sér að vinnu fyrir lífeyrissjóðina en hætti að þykjast starfa fyrir verkalýðinn. Launþegar eiga betra skilið en mann sem beitir sé gegn hagsmunum þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.