6.4.2011 | 01:29
Landsbankinn keypti innistæðutryggingar í Bretlandi
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu FSA (Financial Services Authority) í Bretlandi voru Landsbankinn og Kaupþing með viðbótartryggingu (top-up) hjá FSCS (Financial Services Compensation Scheme) ofan á innistæðutryggingar á Íslandi. Þar var veitt bresk trygging fyrir því sem vantaði upp á allt að 50.000 pundum.
Ef rétt reynist þá hafa Bretar verið ábyrgir fyrir hluta af IceSave ábyrgðum frá því í júlí 2006!
Hvers vegna er þetta ekki í umræðunni?
Hvað er þetta stór hluti upphæðarinnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Facebook
Athugasemdir
Trygging Landsbankans var upp á 35.000 pund. Hækkaði í 50.000 pund daginn eftir að bankinn féll.
Marinó G. Njálsson, 6.4.2011 kl. 15:19
Þetta er ekki flókið. Það stóð aldrei til að upplýsa þetta. Því hefur alla tíð verið haldið fram að breski tryggingasjóðurinn hafi greitt út þetta fé. Það átti aldrei að koma fram að einkarekið tryggingafélag hafi greitt út hundruð milljarða vegna þessa máls. Til stóð að ná þessu fé líka út úr þrotabúi Landsbankans.
það er vegna þess að það stóð til að ræna þessu fé. Annað tveggja ætlað breska ríkið eða ræna þessu fé eða samningaefndin / samninganefndirnar.
Jósef (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 02:03
Það er marg búið að ræða þetta. Íslendingar þurfa aðeins að greiða upp að 20.000 evrum. Bretar sjá um afgang.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:23
Íslendingar þurfa ekki að greiða neitt, Stefán. Við áttum ekki Landsbankann. Hins vegar vill svo til, að aðaleigandi hans hækkaði umtalsvert milli ára á nýjasta Forbes-lista um ríkustu menn heims! Margir leita langt yfir skammt til að rukka okkur um lygaskuld.
Skorinorður er Jósef!
En ég hvet greinarhöfund til að bera þessi mál undir einn sérfróðan, Loft Þorsteinsson verkfræðing, varaformann Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave og virkan þátttakanda í Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þið getið einnig fundið margvíslegt efni um einmitt þessi mál á vefsíðum nefndra samtaka: thjodarheidur.blog.is og Kjósum.is.
Jón Valur Jensson, 8.4.2011 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.