16.10.2010 | 22:43
Klisjur um almenna leiðréttingu
Í umræðunni um leiðréttingu skulda heimilanna láta þeir sem eru á móti þannig að verið sé að verðlauna skulduga syndaseli fyrir ábyrgðarleysi og gefa þeim óverðskuldað fé. T.d. eru klisjur eins og "þeir sem skulda mest fá mest" til að magna upp andúð gegn öllum tillögum um leiðréttingar.
Mig langar til að sýna hérna með nokkrum einföldum dæmum hvernig málið lítur út. Ég tek dæmi um sex heimili sem hafa fjárfest í fasteignum sem kosta 30. 40. 50. 70, 100 og 100 milljónir og geri ráð fyrir að kaupendur hafi átt eigið fé upp á 10 milljónir nema hvað annar þeirra sem fjárfestu í 100 milljóna húsi átti 40 milljóna eigið fé og sá sem keypti 70 milljóna hús átti 20 milljónir.
Jafnframt geri ég ráð fyrir að hver kaupandi hafi tekið lán til helminga í íslenskum verðtryggðum krónum og afganginn í japönskum jenum.
Eins og sjá má þá er skellurinn sem sá sem keypti sér 30 milljóna hús verður fyrir (syndaselurinn sá arna!) upp á 22 milljónir. Ef hann hefði ekki skuldað neitt væri skellurinn 6 milljóna lækkun á fasteignaverði (og verðbólgurýrnun eignar í þokkabót).
Sá sem keypti 100 milljóna hús tekur skell upp á 92 milljónir.
Ath. hér er ekki verið að reikna með tekjurýrnun og hækkuðu verðlagi sem hefur enn frekari áhrif til hins verra í lífskjörum viðkomandi.
Ath. líka að þeir sem eru að lenda verst í þessu eru þeir sem voru að stækka við sig húsnæði á síðustu 5 árum fyrir hrun. Þ.e.a.s. barnafólk. Ber þessu fólki að taka svona stórann skell á sig? Geta þau það?
Mér þykir réttlætismál að reynt sé að draga úr þessum skelli sem viðkomandi aðilar áttu ekki sök á heldur miklu frekar bankarnir og stjórnvöld. Þetta ætti að gera með almennri aðgerð án tillits til meintrar 'þarfar' viðkomandi. Þannig þætti mér ekki óeðlilegt að tapið sé t.d. helmingað þannig að sá sem keypti sér 30 milljóna hús þurfi 'einungis' að bera 11 milljónir en ekki 22. Að sama skapi ætti sá sem keypti 100 milljóna hús að fá t.d. 46 milljóna leiðréttingu á 92 milljóna skellinum. Það sem eftir stendur er stór skellur hvort eð er.
Þetta leysir ekki vanda allra og skuldirnar eru enn hærri en verðmæti húss. En þetta er réttlætismál af sama tagi og ábyrgð ríkissjóðs á innistæðum í bönkum sem voru 100% bættar. Þessa almennu leiðréttingu mætti keyra vélrænt á alla á stuttum tíma (hvernig hún er fjármögnuð er efni í aðra færslu).
Síðan þarf að skoða sérstaklega með aðgerðum svipuðum þeim sem þegar eru í gangi (en þarf að einfalda) hvernig unnt er að koma til móts við þá sem enn eru í vanda staddir með afborganir og yfirskuldsetningu.
Það er óábyrg stefna stjórnvalda, fjármálastofnana og sumra hagfræðinga að ætla að taka þennan þjóðfélagshóp frá og ætlast til þess að þeir beri skellinn að fullu jafnvel þótt einhverjir kunni að hafa efni á því. Það er hrópandi mismunum, óréttlæti og kúgun sem kann að koma margfalt til baka til þeirra er því beita.
Mótmæli almennings benda a.m.k. til þess að margir ætli ekki að taka þessu hljóðalaust.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2010 kl. 10:08 | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir algjörlega þeim sem tóku 90% lán eða 100% lán eins og voru í boði um tíma. Skoðaðu það og heimfærðu á þessi reiknilíkön.
Hafþór Baldvinsson, 17.10.2010 kl. 03:04
Það sést e.t.v. ekki á skjánum hjá þér en síðasta dæmið er einmitt um 90% lán í 100 milljóna húsi og í textanum er ég sérstaklega að fjalla um það dæmi (92 milljóna skellurinn).
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 17.10.2010 kl. 10:04
Hér var skipulega eftir 2002 á nokkrum mánuðum valdið þeirri hugfarsbreytingu hjá almenning [skýrsla AGS] að allt fasteignaverð og veðin þar með líka ruku 30% upp fyrir nýbyggingar kostnað, þrátt fyrir að almennir greiðslu erfiðleikar hefðu aldrei verið meiri. 100.000.000 var þá normalt á 70.000.000 í frjálsu framboðs og eftirspurnar kerfi. Enda er unnið skipulega að því eftir 2007 að leiðrétta þetta stjórnsýslulega upphækkaða veðmat sem koma fram í efnahagreikningi Seðlabanka 2007. Veðfölsunina gagnvart erlendum lánadrottnum. Þeir eru eins og ég lítt ánægðir. Þar sem ekki var hægt að semja um skerðingu á skatta uppsprettu Stjórnsýslunnar ábyrgðalaus séreignar fjármálgeiranum. Þá geta starfsmenn AGS ekkert gert en leifa stjórnsýslunni hér sem þekkir sína sauði að ráða forsendum sem gæta tryggt erlenda lánadrottna. Fíflin hér eru á heimsmælkvarða þau mest í heimi. Ísland 2007 átti samþykkja fyrst plön AGS sem byggðu á skýrslunni 2005 skammast sín og brúka ekki kjaft. Ráðgjafarnir þeir sem komu almenningi í skuldir og lögðu grunninn að hruninn, er enn að í gerfi aðal hagsmuna aðila.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1106754/
Þetta er byggt á EXEL íbúðalánasjóðs. Annað eins viðskiptavit þekkist ekki utan Íslands. Jafngreiðslulán er föst heildarupphæð þess vegna eru nafnvextirnir fastir.
Þeir koma síðast í alvöru viðskipta samningum, samningur lagalega hliðin byggir fyrst á fyrst og fremst á að heildar upphæð sé óbreytt allan lánstímann og fastgjaldið sé það sama á hverjum gjalddaga. Enda er sérhver greiðsla jafngreiðslu veðskuldarláns höfuðstóll t.d dráttar vaxta og annarra vaxta sem geti verið samið um. Ef raunvirði heildar skuldar er verðtryggt miðað við vísitölu þá fylgir hún vexti vísitölunnar getur hvorki vaxið eða minnkað. þess vegna er heildar ógjaldfallinn veðskuld alltaf margfeldi síðustu greidda mánaðarhöfuðstóls sinnum gjalddaga fjöldinn sem eftir er. Annutets lán eru þannig skilgreind. Að búið er að reikna heildar vexti í upphafi og semja um hlutföll á vöxtum og lánsafborgun í hverjum mánaðarlegum höfuðstól. Reiknisaðferðir útlánstofnanna gegn almenningi þegar um íbúðalán er að ræða standast ekki stjórnarskrá Íslands frekar en annarra ríkja. Lögfræði stéttin hér þar að lesa lögin betur eða hætta að trúa reiknimeisturum stjórnsýslu elítunnar í blindi.
Júlíus Björnsson, 17.10.2010 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.