1.6.2010 | 22:04
Vonar að Íslendingar gangi í ESB
Dæmigerð setning til að táldraga Íslendinga í ESB:
Við viljum að Ísland gangi í ESB. Við lítum á Ísland sem meðlim í evrópsku fjölskyldunni. Við getum lært margt af Íslendingum og þeir geta lært margt af okkur, segir Írinn Pat The Cope Gallagher, þingmaður á Evrópuþinginu.
Hvers vegna þurfum við að ganga í ESB til að þeir geti lært af okkur? Getum við ekki lært af þeim nema ganga í ESB? Erum við ekki í Evrópu og af evrópskum meiði þótt við séum ekki í ESB?
Er þetta e.t.v. innihaldslaus setning hjá Pat? Nema auðvitað fyrsti hlutinn: "Við viljum að Ísland gangi í ESB."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.