Stórmerkileg grein um ástæður hás vaxtastigs á Íslandi

Fyrir alla þá sem hafa áhuga á upplýstri umræðu um krónuna, kosti hennar og galla, vil ég benda á grein eftir Ólaf Margeirsson hagfræðing sem birtist á Pressunni í gær: 3,5% regla lífeyrissjóðanna kæfir hagkerfið. Hér er loks fjallað um eina helstu raunverulegu ástæðu þess að vaxtastig er hátt á Íslandi.

Það gefur reyndar augaleið að útlánsvextir á Íslandi eru ekki hærri en þeir vextir sem bankarnir þurfa sjálfir að borga plús vaxtamismunur bankanna. Fram hefur komið að nú sé vaxtamunur Landsbanka og Arion um 2%, en Íslandsbanka um 5%. Þessir vextir leggjast ofan á vaxtagólfið sem er 3,5%+verðtrygging samkvæmt lögum um lífeyrissjóði.

Vaxtagólfið er einfaldlega ákvörðun Alþingis og því eru háir vextir á Íslandi okkar eigið sjálfskaparvíti.

(Ath. að fleiri þættir spila inn í hátt vaxtastig, en þetta vaxtagólf er líklega sá þáttur sem ræður mestu að jafnaði og hann hefur ekki hlotið almenna umfjöllun)


mbl.is Styttist í þriðju endurskoðun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er vandamálið á Íslandi er sérstaðan í búðalánum. Um minnst 8% raunávöxtum á langtímatíma lánum til almennra fastalauna launþega. þessi raunánávöxtun í stöðugleika ríkjunum gildir  USA og UK  er um þess launaþega 1,77-1,97%.  Engin ef um félagslegar niðurgreiðslur er að ræða. Veðin mynda þrautavarasjóði inn Lánstofnanna stunda jafnframt áhættulána starfsemi.Að vanda mál allra þroskað lánastofnan er að liggja ekki með reiðufé.  

Líeyrisjóður sem samanstendur af YTM híbýlasjóð og IRR fjárfestingasjóð hann gefur upp meðal raunávöxtun 3,2% hlýtur að hafa millifært raunávöxtun úr hýbílasjóðum sem 100% öruggur hægta að reikna alla raunvexti fyrirfram.

Stærðfræðilegar sannanir má sjá hér:   http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Líka hvað alþjóðsamfélagið meinar með raunvöxtum.  Það er gunnur hámark 2% og lámark fyrir allri annari áhættu svo sem inflation og gengi. Vogun vinnur og vogun tapar.

Lífeyrisjóðs grunnkerfi Þjóðverja er hannað af bestu stærðfræðingunum  og hagfræðingum. 48% þjóðverja eru starfandi og 20% eiga rétt á lífeyri. 53% Íslendinga er starfandi og 12% eiga rétt á lífeyri. Launþegalífeyrissjóðir er óþarfir ef hér er tekið upp grunn jafnflæðiskerfi og ávöxtunarkrafa vegna 1 kaupa heimila færð niður í það sem gerist hjá þeim sem er samkeppnifærasti launalega séð.

Þá má líka reikna með að 68% þjóðarinnar gæti verið starfandi eins og í Færeyjum. Reiðfjársjóðamyndun er vandamál sem Þjóðverjar vilja ekki sjá.   

Júlíus Björnsson, 20.5.2010 kl. 01:45

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þorsteinn, ég vil benda þér á að 3,5% vextirnir eru ekki bundnir í lög.  Þeir eru ákvarðaðir með reglugerð nr. 381/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, en þar segir í 19. gr.:

Við núvirðisreikning væntanlegs lífeyris og framtíðariðgjalda skal nota 3,5% vaxtaviðmiðun umfram vísitölu neysluverðs.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2010 kl. 00:08

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Takk fyrir þessa ábendingu Marinó. Það ætti að gera það auðveldara að taka á málinu. Skyldi það verða gert?

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 26.5.2010 kl. 00:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér er hægt að stofn einn grunlífeyrissjóð allra ríkisborgara sem hafa látið af störfum og er eldri en 65 ára.

Af hundrað Íslendingum eru 55 starfandi í dag og 12 eldri en 65 ára. Gera má ráð fyrir að 10 hafi látið af störfum. Meðalaun eru 420.000 þúsund. 

Þá fæst 57/10 x 420.000 x 10% = 239.000 kr.

Með öðrum í hverjum mánuði færu beint 10% af útborguðum launum allra Íslendinga  inn á reikninga ellilífeyrisþega. Allir fengju sama grunn lífeyrir 239.000 kr.  Síðan gætu allir stofnað sína eigin séreignar lífeyrissjóði.

Íbúðalánasjóðir myndu svo lækka byrjunar vexti á sínum í búðalánum niður í 1,77 -1,99 eina og í UK.  Heildar raunvaxta byrði af t.d. 10.000.000 kr lána með greiðist með jöfnum afborgunum á 30 árum færi aldrei upp fyrir 2.000.000- H x1,20%. Eins og annarstaðar í heiminum.

Ef aðrar þjóðir geta þetta þá geta Íslendingar það líka.

Sérstakar fasteignir fengju svo sérstaka vaxta meðferð. 

Þetta myndi starx skila aukinni innlands neytendaveltu sem skapar störf til að lækka prósentu ellilífeyris grunn gjaldsins.

Júlíus Björnsson, 26.5.2010 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband