Átakafundur í lífeyrissjóði verkfræðinga

Lífeyrissjóður verkfræðinga hélt aðalfund í gær þar sem m.a. ársreikningar voru kynntir og farið var yfir stöðu sjóðsins. Staðan er þannig að þrátt fyrir 10% lækkun réttinda fyrir ári þá eru skuldbindingar umfram eignir 30% of háar hjá þeim sem hafa þegar áunnið sér réttindi til að þiggja greiðslu úr sjóðinum. M.ö.o. þyrfti að lækka núverandi lífeyrisgreiðslur um 30% til að ná jafnvægi. Ef framtíðareignir og skuldbindingar eru teknar með þá eru hlutföllin þannig að staðan er neikvæð um 14,8% og lækka þyrfti núverandi greiðslur um 26,2%. Sem sagt í viðbót við þá 10% lækkun sem varð í fyrra. Ef lækkun verður minni en þessi 26,2% þá tapa í raun þeir sem borga í sjóðinn þar sem hluti iðgreiðslna fer í að borga tap sjóðsins.Á aðalfundinum lá fyrir tillaga um að lækka réttindi um 10%. Það þýðir að sjóðurinn mun eftir sem áður standa í 9,7% neikvæðri stöðu í heild sinni og iðgjaldagreiðendur tapa hluta af sinni innborgun. Þetta skapar togstreitu milli þeirra sem greiða í sjóðinn (og sjá jafnvel ekki ástæðu til að halda því áfram) og hinna sem þiggja greiðslu úr sjóðnum.Þessi staða var tilefni til mikilla umræðna á fundinum og ádeilu á stjórn. Í stuttu máli þá var tillagan um 10% lækkun samþykkt, en jafnframt ákveðið að stefna á framhaldsaðalfund til að ræða enn frekari lækkun.

Jafnframt var samþykkt ályktun fundarins til stjórnar með 19 atkvæðum gegn 18 að stjórnin segði af sér og að kosin yrði ný stjórn á framhaldsaðalfundinum. Þetta eru stórtíðindi, en lífeyrissjóður verkfræðinga er einn fárra sjóða þar sem sjóðsmeðlimir kjósa sjálfir stjórn sjóðsins í lýðræðislegum kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Slæmt að miss af þessari skemmtan...

Haraldur Baldursson, 21.4.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í upphafi hrunsins koma fram á heimasíðu IMF kostnaðurinn við endurreisn hlutfallslegasta fjármálgeira í heimi. Myndi kosta neytendur Íslenda langvarandi tekjuskerðingu. Í skýrslu 2005 er byggt upp hvað þar að gera til að koma í veg fyrir óumflýjanlega reiðufjárskort Íslenska fjármálgeirans innan nokkurra mánaða, samkvæmt tilskipun EU nægir að byggja upp reiðfjárskort innan nokkurra mánaða til að loka fjármálstofnum.

Nýi gengisjöfnuðurinn koma sjálfkrafa  það er gengið féll í kjölfar þess að EU Seðlabankinn 2006 hætti að mæla með krónu kaupum, fyrir krónu bréf er greiddar evrur sem ruku strax út til fjárfestingaverkefna í EU upphaf fyrir 1994 EES.

Þarna mátti lesa út 40% skerðingu þjóðartekna á haus. Það þýðir ef ábyrgð er dreift jafnt 40% skerðing á línuna. Skrítið 3 árum síðar að undrast. Hinsvegar verður skerðing meir hjá sumum vegna umræddar endurreisnar sem eykur ekki innri hagnað og færir ekki gróða inn í landið.

Hinsvegar talar IMF líka um óeðlilega neysluverðbólgutengingu á öll íbúðalán  [Ísland ein landið í heimi þar sem Mortgage eða Hypotek útlán er skylt almennt að tengja með þessari áhættu vaxtaleiðréttingu, allir vita jú að húsnæðisvístala fer vanalega niður ef neysluvístala stígur mikið upp,  eftirspurn minnkar  hækkar svo fljótt upp aftur, hinsvegar verður að hafa undirliggjandi neysluverðbólgu helst 0-1,5-2,5% til að sýna líf í kauphöllum og þess vegna gengur neysluvístala aldrei niður eins og húsnæðisvístalan: þess vegna er þetta óréttlátast lögboðna tenging sem þekkist í heiminum. Hversvegna á Höfuðstóll húsnæðis að leiðréttast miðað við gengisfellingu eða miklllar kaupðgleði neyslvarnings annarra en þess sem á húsnæðið eða ógreiddan veðhluta?]

Þetta sýnir líka að mentun verkfræðinga almennt í reikningslíkum sem tengjast logritma er ekki upp mikla fiska : voru keyptir inn í séreignabankanna.

Ég var einna bestu í MS 1982 og veit hvað ég er að tala um, tók líka mörg stærðfræði námskeið í H.Í. St.Gr. I, II, III, svo ekki síðast en síst 10 í endanlegri stærðfræði 180 þreyttu prófið  næsti 7 og hinir flestir 3 til 5. Árið eftir tók TVÍ við fjöldanum. Þetta er nánast sama og köld rökfræði.  Þess vegna treysti ég fyllega mati mínu á hvort fólk ályktar í rökréttu samhengi. Almennur víður grunnþekkingargrunnur  í öllum greinum H.Í reynist líka góður þegar ályktað er rétt að vita hvort byggt sé réttum grunni. Frönsk yfirstéttar setningafræði er hliðstæð latneskri og byggir á grunni í rökfræði. Þegar ég fór svo að læra latínu og Frönsku  var setningafræðin ekki mál. Þótt ég hafi kannski verið sá eini sem gat nýtt mér þennan smá hluta á viðeigandi námskeiði.

Þessi þjálfun sem  úrval Franskra mennta manna fær, þekkist ekki nema hjá hinum þroskaðri þjóðum og oftar en ekki fengin í gegnum rándýra séreignarskóla. Þarna er eins og alltaf grundvöllur fyrir stétta skiptingar m.t.t.  læsis það er skilnings á texta. 

Góð þjálfun í hugareikning frá fæðingu til 18 ára er það sem tryggir rökrétta ályktunnar hæfni síðar. Mikill innræting staðreynd á breiðum þekkingargrunni [verklegum og bóklegum] í langtíma minnið á sama aldri tryggir svo eflingu almennrar greindar síðar til að skilja samhengi hluta. Þetta byggir svo upp æskilega hvatvísi og efa hyggju.

Þumbar þegja þunnu hljóði.  Fávísum er best að segja sem minnst. Það þarf nú ekki nema meðalgreind til að gera sér það ljóst. Á góðæri hinn útvöldu þögðu þeir sem vissu ekki betur og  ég fékk oft að heyra, nú allir gera þetta og það getur enginn sagt fyrir hvað gerist. Til hvers eru formúlur?  Til að reikna það sem kemur út síðar.  Þess vegna fóru menn til tunglsins af því áhættan var lítil.   

órökrétt er þýskur húmor. Íslendingar geta kennt Þjóðverjum mikið í hagræðingu. Þjóðverja geta kennt sér sjálfir allt það sem hagstætt er. 

Þjóðir sem innhalda yndislega íbúa eru oftast ekki taldar þroskaðar, því þroska er sýnd virðing af þroskuðum. Þroski er þarfur og sjálfsagður að mati ?. 

Júlíus Björnsson, 24.4.2010 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband