7.1.2010 | 00:41
Er RÚV að segja fréttir eða stýra umræðunni?
Sjáið þið þessa frétt á Pressunni sem er birt kl 19:59 eftir aðalfréttatíma RÚV.
Síðan birtir RÚV niðurstöður hinnar spurningarinnar í seinni fréttum eftir að Pressan kjaftaði frá.
Það er sama fólkið sem var spurt þessara tveggja spurninga, en RÚV kýs að birta einungis þá sem lýtur að því hvort forsetinn hefði átt að staðfesta lögin. Hin spurningin um hvort fólk vilji semja upp á nýtt er falin þar til í seinni fréttum!
Þessi framgangsmáti RÚV er ósvífin tilraun til að móta umræðuna í stað þess að vera hlutlaus miðill.
67% vilja fella Icesave-lögin úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki hægt að segja þessari stöð upp?
Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 00:56
nei þetta er einokuð stöð og skíta útflutningur.
gisli (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:25
RÚV setti niður í kvöld og traustið nálgast ruslflokk.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 02:32
Jamm, og hlusta á þennan helv. stjórnsýslufræðing, ásaka alla sem eru á móti stefnu Samfó um Icesave, um lýðskrum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:04
Það er mjög slæmt hvað fjölmiðlar virðast vera hlutdrægir það virðist sem einhverjir séu að toga í spotta sér til hagsbóta.
Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 00:06
Tek undir það - eins og þeir séu allir með tölu orðnir pólitískir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 00:12
Ríkistyrktur einhliða áróður, RUV verður eitt af því fyrst sem lagt verður niður ef Brúttó þjóðartekjur á haus eiga að verða hér sömu og á Kýpur, 12% lægri en í Bretlandi og helmingi lægri en í Danmörku.
IMF Matið fyrir 2014 er fréttnæmt.
Kaupa má lögfræðimat til komast hjá að stefna Bretum vegna hræðslu við útskúfun af Breskum verðbréfa og lánamörkuðum.
Hinsvegar er heimamarkaður ekki eðlilega hrifin af fleiri keppendum.
Frakkar og Þjóðverja gera ekki leiðbeiningar [svo kallast tilskipanir á lagamáli] til að misskiljist.
Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 04:38
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.
Prófill Sweder van Wijnbergen
Fáum þennann mann til landsins!!!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.