Ofbeldi

Annað hvort eru Íslendingar búnir að fremja eitthvert afbrot sem þjóðin er ábyrg fyrir og verður að gjalda fyrir, eða ekki. Ef hið fyrra er tilfellið, sem enginn hérlendur vill kannast við, þá eigum auðvitað að taka út okkar refsingu og borga.

Ef við höfum ekki framið neinn glæp þá getum við ekki í hræðslu við kúgunarvald Breta, ESB og AGS sætt okkur við að gjalda fyrir hann. Það hlýtur OG VERÐUR að vera eðlileg krafa í samskiptum ríkja að ef ágreiningur er uppi þá megi setja hann í dóm. Ekki má láta líðast að sterkari aðilar kúgi þá veikari. Ef hinir sterkari vilja kúga okkur þá verðum við að berjast á móti með þeim ráðum sem við höfum þótt það kosti harðræði. Ekki mun undirgefni undir kúgun kosta minna harðræði.

Fáum úr þessu skorið fyrir dómstólum.

Svo getur vissulega verið að við höfum þegar samið af okkur og gefist upp. Þessi samningur sé formsatriði því þegar hafi verið gerð mistök í samskiptum við gangaðilana.

Ríkisstjórnin nú (og líka þær tvær síðustu) verða að upplýsa í hverju glæpur okkar er fólginn eða í hverju mistök okkar eru fólgin sem gera það að verkum að við höfum engan annan kost en að láta kúga okkur.

Þar til þetta er upplýst er þessi undirskrift óskiljanleg.


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Glæpur okkar er pólitísk blinda. Að hafa kosið til forystu leiðtoga sem trúa því að innganga í Evrópusambandið sé lífsnauðsyn. Að veran þar sé svo stórkostleg að það megi öllu til kosta að fá að skríða inn. Jafnvel leggja drápsklyfjar á komandi kynslóðir.

Á meðan ekkert annað kemur fram sem skýrir málið betur verður maður að líta svo á að þetta sé aðgangseyririnn að ESB.

Haraldur Hansson, 6.6.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fáum Rússa til að skera úr um réttláta niðurstöðu !

Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 22:10

3 identicon

Jæa Þorsteinn minn, ég segi bara eftirfarandi

I TOLD YOU SO

Þó það færi mér litla Þórðargleði.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband