Ríkið fær 2,7 milljarða ==> Skuldarar borga fjármagnseigendum auka 8 milljarða

 Heimilin eiga enga undankomuleið gegnum skjaldborgina sem ríkisstjórnin hefur slegið um þau. Öll spjót standa á heimilunum og nú er enn þrengt að. Í stað þess að lækka neysluskatta (og þar með vísitöluna og lánin) eru þeir hækkaðir og 8 milljörðum sjálfkrafa bætt við skuldrnar (sem svo þarf að borga vexti af) og jafnframt smurt ofan á verðtryggðar innstæður fjármagnseiganda (sem töpuðu þeim í október en fengu þær að fullu bættar).Skjaldborgin um heimilin

Öldungis frábært!

Ríkisstjórnin hefur fullan skilning á vanda heimilanna. Sjálfseignarstefnan, þ.e.a.s. sú stefna að fólk eigi sitt eigið húsnæði skal upprætt. Þá verður ekki lengur til sjálfstætt fólk. Þá þarf ekki heldur sjálfstæða þjóð.

Öreigarnir allir jafnir. Hinir ríku ríkari.

Það hefði verið heiðarlegra og skilvirkara að leggja 8 milljarða skatt á skuldara sem færu beint í ríkissjóð.


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband