Síðbúin réttlætisvitun

Almenningur hefur í bráðum tvö ár kallað, grátbeðið, krafist, örvænt eftir að stjórnmálamenn mynduðu skjaldborg um heimilin gegn því óréttlæti sem fjármálastofnanir landsins hafa beitt þau.

Ráðandi stjórnmálamenn hafa haft sig hæga, allt of hæga, meðan heimilunum blæðir.

Nú þegar dómur er fallinn spretta hins vegar fram réttlætispostularnir hver á fætur öðrum og ætla að leiðrétta hið meinta óréttlæti að fjármálastofnanir missi spón úr sínum aski.

Þessar sömu fjármálastofnanir sem hafa svindlað, rænt og beitt öllu sínu afli til að setja inn óréttláta og ólöglega skilmála í lánasamninga þar sem lántakinn hafði EKKERT að segja um hvernig voru orðaðir.

Hinum nýréttlátu finnst nú halla á þessar fjármálastofnanir þegar atferli þeirra hefur sannarlega verið dæmt ólöglegt og telja nauðsyn að seilast í vasa almennings til að hjálpa greyjunum.

Og þetta er matreitt sem réttlæti!

Sick 


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, manni verður flökurt.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.6.2010 kl. 01:22

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Takk fyrir innlitið.

Ég kíkti til þín og rakst á þessa góðu grein þína um Homo Islandicus:

http://arikuld.blog.is/blog/arikuld/entry/1047711/

Svolítð skyld grein minni um Homo Bellicus:

http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/1064373/

Kveðja að sunnan

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 23.6.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband