Vil vekja athygli á frétt sem var falin

Þessi frétt var sett inn á vefinn hjá mbl kl 5:30 í morgun en var horfin af forsíðu kl 9:00. Mér þykir þetta mikilvæg frétt svo ég vek athygli á henni hér.

Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/05/07/gjaldeyrismisvaegi_gaeti_eytt_eigin_fe_bankanna/

Ath. að ég hef einnig sett inn bloggfærslu um fréttina.

http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/871972/

Ath. að vandi heimilanna lagast mikið ef gengið á krónunni hækkar.


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ein létt þraut: 1, 2, 6, 42, 1806, ? hver er næsta tala í röðinni?

bjkemur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:03

2 identicon

Enn og aftur komum við að því hve mikilvægt er að byrja samningaviðræður sem allra fyrst við ESB svo við getum tekið upp Evru tvíhliða.

3263442, segir sig sjálft :).

Finnur Hrafnsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Staðfesti svar hjá Finni

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.5.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

P.S. Reyndar ekki sammála Finni um ESB.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.5.2009 kl. 10:24

5 identicon

Við eigum vissulega að fara í þessar aðildarviðræður, en það liggur ekki lífið á að ganga í það akkúrat núna strax eins og kratarnir halda fram. Þetta er ferli sem tekur að lágmarki 6 ár sama hvað hver segir, eðlilegur tími er 8 - 9 ár.

Það er svo margt brýnna sem þarf að taka á hérna heima fyrir, ESB viðræður þurfa og munu fara fram, en það er alls ekki forgangsatriði að svo stöddu. Það er líka gott að hafa í huga að fyrir þann sem kann ekki með peninga að fara skiptir engu máli hvort hann spilar með evrur eða krónur.

Þetta er svolítið svipað eins og að vera með fína rauðvínsflösku og rétta hana annaðhvort safnara eða róna, í augnablikinu er Ísland róninn og þarf eitthvað allt annað meðal til að rétta sig af.

og jújú, talan gat ekki verið nein önnur en 3263442

bjkemur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:35

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er vissulega undarleg frétt Þorsteinn, í ljósi þess að gengismisvægi er alltaf fyrir hendi hjá öllum bönkum. Hins vegar vekur það furðu, að gengið skuli ekki vera styrkt. Það hefur Seðlabankinn í hendi sér og til þess voru tekin AGS lánin.

Hugsanlega er í gangi leyni-samningur um ákveðinn viðskipta-afgang, sem gengið skuli miðað við ???

Þú ættir að leita meiri upplýsinga um þetta, Þorsteinn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.5.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband