Fjósarímur

Fréttir undanfarinna ára um innheimtumenn og handrukkara sem ganga hart fram gagnvart skuldunautum urðu mér tilefni til að hafa upp á Fjósarímum Þórðar frá Strjúgi.

Fjósarímur Þórðar Magnússonar á Strjúgi í Langadal í Húnavatnssýslu sem uppi var á síðari hluta sextándu aldar fjalla um aðfarir skuldheimtumanns og skuldara sem takast á í flórnum.

Hér eru Fjósarímur:

1. Hlýt eg enn, ef hlýtt er sögn,
hljóða mýkja strenginn,
gleðja fólk, en gleyma þögn,
glepji fyrir mér enginn.

2. Kvikna verður kvæða grein
af kveiking sónar vessa,
gaman, en ekki græska nein,
gengur mér til þessa.

3. Skemta nokkru skyldugt er
skötnum dökkva grímu;
út af litlu efni hér
eg vil smíða rímu.

4. Mín orð hvorki menn né frúr
mislíka sér láti,
nú skal ljóða nausti úr
Norðra hrinda báti.

5. Efnið máls eg fundið fæ
fyrst í ljóða ranni,
halur einn kom heim á bæ
að heimta skuld af manni.

6. Gerði sá að geyma naut,
sem gjaldið lúka átti,
þegn i fjósi þorna gant
þenna hitta mátti.

7. Skjótt þar hitta skjalda yggr
skuldamann sinn náði
þar í kúastofunni styggr
stórorður hinn bráði.

8. Þessi ekki boðanna beið
og bistur hljóp að þegni
og skeldi í við skjalda meið
skjótt af öllu megni.

9. Randagrér af reiði skók
rekk af miklum þjósti,
maðurinn honum á móti tók
þá móðurinn óx fyrir brjósti.

10. Hinn er undir höggum sat
hugmóð kendi sannan,
hnefana reiddi hátt sem gat,
hvorugur sparði annan.

11. Fornt þá sannað fengu mál,
sem fólsku höfðu reista:
ærið verður ofsabál
út af litium neista.

12. Af því efni aukast má
arnarleirinn ljósi,
höldar gengu hólminn á
hraðir tveir í fjósi.

13. Hvor gaf öðrum hörð og stor
höggin þeygi góðu,
háll varð undir fótum flór
fyrðar saurinn óðu.

14. Mestu rimmu mátti sjá,
menn sig gerðu herða,
stafkarl hrumur stóð þar hjá
staðlaus tók að verða.

15. Gengu að sem glímdu tolf,
gegndi þetta furðu,
vott og óhreint var þá gólf,
virðar saurugir urðu.

16. Þá var meira fors en fríðr
fjósinu í um stundir,
skjóðu hrepti vopna viðr
varð hann síðan undir.

17. Heimamaðurinn hælkrók á
hinn nýkomna lagði,
vaskur datt og varla sá
við þvi hrekkja bragði.

18. Forn orðskviður fram kom þá,
flestir hygg eg sanni:
fellur opt til foldar sá,
sem fangið býður manni.

19. Aflið dró úr eldra hal,
olli þessu mæði,
komst á fætur kálfs í sal
kempan hin með bræði.

20. Gerði hann að rekknum rás
og reyndi manninn keika,
eptir þetta upp í bás
ýtar færðu leika.

21. Næsta var til nauða stefnt
niður með orku fleygði
seggurinn hal, og sín gat hefnt,
saman á kuðung beygði.

22. Kynja sterkur kappinn varð,
karlmenskunnar neytti,
hárið alt og hökunnar barð
hann af rekknum reitti.

23. Krankur stóð hjá karlinn þar
og kom fram engum vilja,
orkulaus til einskis var
ýta þá að skilja.

24. Skalf á beinum skepnan veik
og skjótlega þetta firnar,
að þegnar áttu þungan leik
þar fyrir aptan kýrnar.

25. Sjúki maðurinn sendi pilt
síðan heim til kvenna,
bað þær koma brátt, ef stilt
bardaga fengi þenna.

26. Sveinninn fór og sætur fann,
er sátu tvær í ranni
boðskap þenna birti hann
beint með fullum sanni.

27. Hringþöll eldri hljóp á stað,
en hin sat eptir kvinna,
þar kom undir hlunkur í hlað,
hljómur er opt af minna.

28. Fóta neytti fälda bil,
frá var bauga selja,
dunur heyrði og dynki til,
dúðist Rindar elja.

29. Hlaupa gerði svo til sanns
syanninn göngugreiði
hún var eins og hugur manns
harla fljót á skeiði.

30 Var sem fyki í vindi hyr,
og valurinn flygi um grundir,
þegar hann hefur sem bestan byr
báðum vængjum undir.

31. Var sem skotið örinni af
armbristinu væri
eða sem flaustur út um haf
undan vindi bæri.

32. Brúðurin hitti baulu hús
og bas í nauta ranni,
þar lá heiptar þykkju fús
þegninn ofan á manni.

33. Bað hann sér að bjarga sprund
og bót á nauðum vinna,
ofan af honum auðarlund
öflug tók þá kvinna.

34. Fengið hafði maðurinn merkr
munninn blán úr býtum,
og svo þrútnar allar kverkr
og afreitt skegg með lýtum.

35. Þundar veðri þannig lauk,
þegnar sættust eigi,
bjargið Týrs í burtu strauk
björtum seint á degi.

36. Kálfa mæðra höllin há
hafði færst úr lagi,
brotnir allir bjálkar þá,
bar það til í slagi.

37. Hef eg aldrei heyrt það sagt,
hólmgöngurnar snarpar
fyrir sig hafi í fjósi lágt
forðum hreystigarpar.

38. Íslendingar áttu fyr
opt í vopna göllum,
vildu aldrei virðar styr
vekja í nauta höllum.

39. Grettir höggin greiddi stór
og görpum lét á ríða,
aldrei hann í kúanna kór
kom til þess að stríða.

40. Gunnar háði geira þey
glaður á Hlíðarenda,
fyrða sló í fjósi ei
fleygir gullsins brenda.

41. Skarphéðinn, eg skýri frá,
skeinu veitti mengi,
en í fjósi aldrei sá
efldi stríð við drengi.

42. Vopna þing á velli tamt
var Sölmundar arfa,
Kári aldrei kveikti samt
kíf í ranni tarfa.

43. Björn með hreysti bragna vann
Breiðvíkingakappi,
flaugst ei á við fyrða hann
flórs í neinu slappi.

44. Þórður hreða þegna vo,
þessi bjó á Ósi,
breytti aldrei bóndinn svo,
að berðist inn í fjósi.

45. Vaskur mjög til víga fús
var Miðfjarðar-Skeggi,
flasaði aldrei flórs í hús
að fljúgast á við seggi.

46. Stórólfsson var sterkur mann,
hann steypti köppum víða,
Ormur gekk í uxa rann
ei til þess að stríða.

47. Skáld vandræða sköptin braut,
skýrar vísur orti;
Hallfreðr öngvan hjörva gaut
hrakti í kvígu porti.

48. Víglundur hinn væni kendr
vandist rómu kaldri,
slyngur til að slæma rendr
slóst í fjósi aldri.

49. Kjartan spilla kunni hlíf,
karlmanns hafði sinni,
þegninn aldrei þreytti kíf
þar sem naut voru inni.

50. Ófeigsson gaf úlfum steik
Oddur neytti stála,
háði aldrei hildar leik
hann í nauta skála.

51. Steindór tamur vopnin við
var á Eyri lengi,
þó lét hann í fjósi frið
fyrir sér eiga drengi.

52. Egill Skallagrímsson gaf
görpum höggin stóru,
tók í fjósi engan af
og ei þar veitti klóru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband