Er að vakna áhugi á að hlusta og bregðast við?

Ég kynnti á sínum tíma (í haustið 2009) hugmynd um almenna leiðréttingu á skuldunum sem ég hef kallað Endurfjármögnunarleiðina, en hún krafðist aðkomu Seðlabanka Íslands að málinu. Ég fór og talað við marga aðila, m.a. þingmenn (og ráðherra) VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Einnig hagfræðinga í HÍ og Seðlabanka Íslands.

Þetta var engin töfralausn en kynni þó að taka kúfinn af skuldavandanum. Þær (afar fáu) athugasemdir sem ég fékk voru að þetta væri tæknilega mögulegt annars vegar og hins vegar að þetta væri ekki mögulegt í núverandi umhverfi. Ég tel þetta enn tæknilega mögulegt og að ómöguleikinn sé spurning um vilja og pólitískan styrk ásamt mati á kostnaði gagnvart hagnaði við aðgerðirnar.

Niðurstaða mín var sú að það væri enginn áhugi hjá neinum (nema Lilju Mósesdóttur) að hlusta eða gera eitthvað þótt ekki væri nema að íhuga málið og meta kosti og galla. Viðhorfið virtist vera að fólk gæti bara sjálfu sér um kennt í hvaða stöðu það var lent í og vandi þess hefið ekki háan forgang ef nokkurn.

Mótmælin undir stefnuræðu forsætisráðherra hafa e.t.v. vakið einhvern áhuga, en þó er það ekki víst. Það kann nefnilega að vera að nú, eins og þá, séu ráðamenn duglegir í því að þykjast hafa áhuga þótt hann sé í raun enginn. Að sýna áhuga kann að kaupa þeim tíma og frið frá almenningi.

En það er vissulega von ef áhuginn er einlægur


mbl.is Skuldavandinn ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband